fbpx
Fréttir

Jakob var sakaður um fjárdrátt í Svíþjóð og býður sig fram til formanns Neyt­enda­sam­takanna

Óðinn Svan Óðinsson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 15:00

Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, tilkynnti í vikunni framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna. Jakob tilkynnti framboð sitt í Fréttablaðinu á mánudaginn og sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu á Facebook. Þar kom fram að innan fárra daga myndi hann setja fram stefnumál sín.

Fjölmiðlar hafa áður fjallað um Jakob S. Jónsson en árið 2010 var hann sakaður um fjárdrátt úr samtökum Heimilis og skóla í Svíþjóð, þar sem hann gegndi formennsku. Það var fréttaskýringarþátturinn Uppdrag og gransking sem sýndur var í sænska ríkissjónvarpinu sem greindi frá meintum brotum Jakobs. Í þættinum var fullyrt að Jakob hefði misnotað aðstöðu sína er hann starfaði fyrir samtökin og greitt fyrir einkaneyslu með greiðslukorti samtakanna.

Visir.is fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en þar vísaði Jakob öllum ásökunum á bug og sagði málið byggt á misskilningi. „Það sem ég er sakaður um er að hafa étið mat og drukkið áfengi fyrir 40 þúsund sænskar krónur og það hef ég heldur ekki gert á kostnað samtakanna. Ekki samkvæmt þeirri lýsingu,“ sagði Jakob í samtali við Vísi á sínum tíma.

Málið vakti töluverða athygli en á þeim kvittunum sem stjórnendur Uppdrag og gransking höfðu undir höndum mátti meðal annars finna greiðslur fyrir hreindýrafile, nautasteik, skötusel, vín og líkjör. Reikningarnir sýndu fram á greiðslur að andvirði 40 þúsund sænskra króna.

Skömmu eftir að Jakob tilkynnti framboð sitt lýsti Ólafur Arnar­son, fyrrverandi for­maður Neyt­enda­sam­takanna. yfir af­gerandi stuðningi við for­manns­fram­boð Jakobs. Í viðtali við Ólaf sem birtist í Fréttablaðinu sama dag sagði hann Jakob vera rétta manninn til að bjarga samtökunum.

„Jakob er maður sem lætur að sér kveða og ég hef fulla trú á því að hann hafi alla burði til þess að rífa samtökin upp úr þessari lægð,“ sagði Ólafur meðal annars í umræddu viðtali.

Kosning til formanns fer fram á þingi samtakanna sem haldið verður í október. Enginn formaður hefur verið starfandi frá því að Ólafi Arnarsyni var sagt upp störfum hjá samtökunum. Uppsögnin kom til vegna óhóflegra útgjalda Ólafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 19 klukkutímum

Morðið í miðasölunni


Morðið í miðasölunni

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjörtur stöðvaði þjóf – Lét nokkur vel valin orð falla

Hjörtur stöðvaði þjóf – Lét nokkur vel valin orð falla
Fréttir
Í gær

Hildur Lilliendahl: „Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“

Hildur Lilliendahl: „Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“
Fréttir
Í gær

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“
Fréttir
Í gær

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112
Fréttir
Í gær

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“