Fréttir

Jakob var sakaður um fjárdrátt í Svíþjóð og býður sig fram til formanns Neyt­enda­sam­takanna

Óðinn Svan Óðinsson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 15:00

Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, tilkynnti í vikunni framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna. Jakob tilkynnti framboð sitt í Fréttablaðinu á mánudaginn og sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu á Facebook. Þar kom fram að innan fárra daga myndi hann setja fram stefnumál sín.

Fjölmiðlar hafa áður fjallað um Jakob S. Jónsson en árið 2010 var hann sakaður um fjárdrátt úr samtökum Heimilis og skóla í Svíþjóð, þar sem hann gegndi formennsku. Það var fréttaskýringarþátturinn Uppdrag og gransking sem sýndur var í sænska ríkissjónvarpinu sem greindi frá meintum brotum Jakobs. Í þættinum var fullyrt að Jakob hefði misnotað aðstöðu sína er hann starfaði fyrir samtökin og greitt fyrir einkaneyslu með greiðslukorti samtakanna.

Visir.is fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma en þar vísaði Jakob öllum ásökunum á bug og sagði málið byggt á misskilningi. „Það sem ég er sakaður um er að hafa étið mat og drukkið áfengi fyrir 40 þúsund sænskar krónur og það hef ég heldur ekki gert á kostnað samtakanna. Ekki samkvæmt þeirri lýsingu,“ sagði Jakob í samtali við Vísi á sínum tíma.

Málið vakti töluverða athygli en á þeim kvittunum sem stjórnendur Uppdrag og gransking höfðu undir höndum mátti meðal annars finna greiðslur fyrir hreindýrafile, nautasteik, skötusel, vín og líkjör. Reikningarnir sýndu fram á greiðslur að andvirði 40 þúsund sænskra króna.

Skömmu eftir að Jakob tilkynnti framboð sitt lýsti Ólafur Arnar­son, fyrrverandi for­maður Neyt­enda­sam­takanna. yfir af­gerandi stuðningi við for­manns­fram­boð Jakobs. Í viðtali við Ólaf sem birtist í Fréttablaðinu sama dag sagði hann Jakob vera rétta manninn til að bjarga samtökunum.

„Jakob er maður sem lætur að sér kveða og ég hef fulla trú á því að hann hafi alla burði til þess að rífa samtökin upp úr þessari lægð,“ sagði Ólafur meðal annars í umræddu viðtali.

Kosning til formanns fer fram á þingi samtakanna sem haldið verður í október. Enginn formaður hefur verið starfandi frá því að Ólafi Arnarsyni var sagt upp störfum hjá samtökunum. Uppsögnin kom til vegna óhóflegra útgjalda Ólafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Er þetta heimskasti ferðamaður sumarsins?

Mynd dagsins: Er þetta heimskasti ferðamaður sumarsins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósk tók upp tímabundið samband við Helga til að forðast frekara ofbeldi – „Ég var yfirbuguð af ótta“

Ósk tók upp tímabundið samband við Helga til að forðast frekara ofbeldi – „Ég var yfirbuguð af ótta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“

Sex hlutir sem benda til þess að þú sért af „gamla skólanum“