fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Hnífsstunga í Reykjanesbæ

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. ágúst 2018 20:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í kvöld kom upp líkamsrásármál í Reykjanesbæ. Aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurnesjum staðfestir þetta í samtali við DV og bætir við að um hníf hafi verið að ræða í árásinni. Segir hann einnig að lögreglan sé að ná utan um aðstæður og sé lítið fleira hægt að gefa upp að svo stöddu.

Samkvæmt ábendingu sem barst til DV frá sjónarvotti voru minnst þrír einstaklingar handteknir og einn fluttur á slysadeild. Segir hann að fjórir lögreglubílar hafi verið á vettvangi ásamt einum sjúkrabíl.

Eins og áður segir hefur lögreglan staðfest að um líkamsárás var að ræða þar sem hnífur var notaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt