fbpx
Fréttir

Dalrún leitar að ráðskonum

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 21:30

Dalrún J. Eygerðardóttir sagnfræðingur.

Dalrún J. Eygerðardóttir sagnfræðingur leitar nú að konum sem störfuðu sem ráðskonur í sveitum landsins. Um er að ræða doktorsverkefni Dalrúnar í sagnfræði við Háskóla Íslands sem ber heitið Huldufreyjur: Ráðskonur í sveit á síðari hluta 20. aldar. Er hún sérstaklega að leita að konum sem störfuðu sem ráðskonur á árabilinu 1950 til 2000. Dalrún segir í samtali við DV að meginmarkmiðið sé að rannsaka og skrá sögu þessara kvenna.

„Ráðskonur eiga sér langa sögu í íslensku samfélagi en hún hefur lítt eða ekkert verið rannsökuð. Það er því tímabært að skoða nánar sögu ráðskvenna á fræðilegum forsendum. Áhuga minn á þessu málefni má fyrst rekja til almenns áhuga míns á kvennasögu, og þegar ég sá að þessi viðamikli hópur íslenskra kvenna í íslenskri atvinnusögu var afskiptur nánast með öllu í okkar sögu, þá lá beint við að hefjast handa,“ segir Dalrún.

Fjárhagslegt úrræði síns tíma

ç

Rannsóknin er í grunnatriðum tvíþætt. Annars vegar að leita svara við því hvers vegna konur gerðust ráðskonur í sveit á síðari hluta 20. aldar þegar þær höfðu mun fleiri atvinnutækifæri en áður. Hins vegar að skoða starfsvettvang ráðskvenna og upplifun þeirra af starfinu. Segir Dalrún að unnið sé út frá þeirri tilgátu að stærsti einstaki hópur íslenskra ráðskvenna í sveit á síðari hluta 20. aldar hafi verið einstæðar mæður, og að ráðskonustarfið megi að hluta til túlka sem félagslegt úrræði einstæðra mæðra á þessum tíma.

Þar sem ekkert hefur verið fjallað um störf íslenskra ráðskvenna þá er um frumrannsókn að ræða sem krefst viðamikillar yfirferðar á skriflegum heimildum. Er hún því að skoða opinber gögn, æviminningar, en rannsóknin snýr fyrst og fremst að viðtölum við konur sem störfuðu sem ráðskonur á umræddum tíma. „Það er skemmtilegt frá að segja að nú þegar hafa margar ráðskonur haft samband við mig og ég hef tekið viðtöl við stóran hluta þeirra. Hins vegar er þörf á að fá upplýsingar frá fleiri ráðskonum og því biðla ég til kvenna sem starfað hafa sem ráðskonur á síðari hluta 20. aldar að hafa samband við mig.“ Biður Dalrún því konur sem störfuðu sem ráðskonur á árabilinu 1950 til 2000 að hafa samband við hana í síma 664-7083 eða í tölvupósti dalrunsaga@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 19 klukkutímum

Morðið í miðasölunni


Morðið í miðasölunni

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjörtur stöðvaði þjóf – Lét nokkur vel valin orð falla

Hjörtur stöðvaði þjóf – Lét nokkur vel valin orð falla
Fréttir
Í gær

Hildur Lilliendahl: „Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“

Hildur Lilliendahl: „Takk fyrir þetta, Jón Steinar. Vonandi líður þér betur.“
Fréttir
Í gær

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“

Einar um OR-málið: „Ennþá hefur enginn útskýrt fyrir henni fyrir hvað hún var rekin“
Fréttir
Í gær

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112
Fréttir
Í gær

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“