fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Lögregla leggur ríka áherslu á að handtaka þennan mann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gefin hefur verið út alþjóðleg handtökuskipun á hendur 55 ára manni, Jos Brech, sem grunaður er um morðið á Nicky Verstappen fyrir 20 árum. Um er að ræða eitt umtalaðasta óleysta sakamál Hollands en Nicky þessi var ellefu ára þegar honum var rænt af tjaldsvæði í Limburg árið 1998.

Lík hans fannst skammt frá tjaldsvæðinu en hann hafði verið misnotaður kynferðislega áður en honum var ráðinn bani. Ein umfangsmesta DNA-rannsókn í sögu Hollands varð til þess að handtökuskipunin var gefin út, en rannsóknin leiddi í ljós að 100% líkur eru á því að Jos hafi verið viðriðinn morðið.

Vanur útivistarmaður

Jos Brech er fyrrverandi skáti og leikskólakennari og er hann sagður vera í felum einhvers staðar úti í óbyggðum. Síðast er vitað um ferðir hans í hinu hálenda Vosges-héraði í austurhluta Frakklands þar sem hann á fjallakofa. Hann er sagður vera mjög vanur útivistarmaður og líklegur til að geta hafist við í óbyggðum svo vikum, jafnvel mánuðum, skiptir.

Málið vakti mikinn óhug á sínum tíma, ekki síst í ljósi þess að lögreglu gekk illa við rannsókn málsins. Enginn var handtekinn grunaður um verknaðinn og því hefur morðingi Nicky gengið laus í tvo áratugi.

Umfangsmikil DNA-rannsókn

Það var svo í maí á síðasta ári að lögreglan ákvað að blása nýju lífi í rannsóknina þegar ráðist var í hina umfangsmiklu DNA-rannsókn. Um tuttugu þúsund karlmenn, búsettir í héraðinu þar sem Nicky var myrtur í, voru boðaðir í DNA-próf og þar af gáfu um 15 þúsund karlar sýni.

Náskyldur ættingi Jos var einn þeirra sem gaf sýni sem gaf ákveðna samsvörun við þann grunaða í málinu. Rannsókn lögreglu leiddi svo til þess að grunur féll á Jos og fékkst hann staðfestur þegar DNA-rannsókn var gerð á náttbuxum sem Jos hafði skilið eftir á heimili sínu í Hollandi. Leiddi hún til þess að 100% líkur voru á að sami maður hafði nauðgað Nicky og hafði klæðst umræddum náttbuxum.

Lögregla ræddi við Jos í þrígang á sínum tíma en hann bjó hjá móður skammt frá morðstaðnum. Lögregla ræddi við hann þegar hann var á gangi nálægt morðstaðnum eftir miðnætti, tveimur dögum eftir að líkið fannst, en þá sannfærði hann lögreglu um að hann væri einfaldlega í göngutúr.

Jos yfirgaf Holland í október á síðasta ári og hafði svo samband við ættingja sína í febrúar. Þá sagðist hann vera í Vosges í Frakklandi í veiðitúr. Aðstandendur hans tilkynntu svo í apríl að hans væri saknað, enda hafði hann ekkert látið heyra í sér síðan í febrúar. Leit franskra og hollenskra yfirvalda að honum síðan í júlí hefur engan árangur borið og hefur alþjóðleg handtökuskipun því verið gefin út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband