fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lögmenn framleiddu klám og lokkuðu netnotendur í gildru – Græddu hundruð milljóna en eru nú í slæmum málum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 21:00

Paul Hansmeier og John Steele

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Hansmeier, lögmaður í Minneapolis í Bandaríkjunum, hefur játað sig sekan af ákæru um peningaþvætti og fjársvik. Málið sem um ræðir er allt hið undarlegasta og varðar hann og annan lögmann, John Steele, sem sérhæfðu sig í höfundarétti.

Hansmeier og Steele hófu árið 2010 að starfa fyrir klámmyndaframleiðendur og var hlutverk þeirra að fara á eftir þeim sem sóttu slíkt efni á ólöglegan hátt á skráarskiptasíðum, Pirate Bay til dæmis. Þeir sem sóttu efnið voru krafðir um 3.000 dala sáttagreiðslu, ella eigu á hættu að vera stefnt með tilheyrandi kostnaði og hugsanlegri fangelsisrefsingu.

Hansmeier og Steele virðast hafa fært sig verulega upp á skaftið. Árið 2011 fóru þeir sjálfir, eða menn á þeirra vegum, að setja slíkar myndir á netið til að eiga auðveldara með að finna þá sem sóttu þær.

Svo kom á daginn að þeir hófu sjálfir framleiðslu á klámmyndum. Fyrirtæki þeirra hafði samband við klámmyndaleikkonur, fékk þær til að koma fram í stuttum myndbrotum og var höfundarétturinn af þessum myndbrotum skilmerkilega skráður. Myndirnar voru svo settar á netið en engin tilraun var gerð til að markaðssetja þær eða dreifa þeim til almennings, að öðru leyti en því að þær voru settar á síður á borð við Pirate Bay. Var tilgangurinn einn að lögsækja þá sem sóttu efnið og krefjast peninga. Alls framleiddu þeir níu myndir á sama tíma og þeir unnu fyrir aðra klámmyndaframleiðendur.

Lögmennirnir eru taldir hafa þénað um þrjár milljónir Bandaríkjadala á þessu.

Á dögunum var greint frá því að Hansmeier hefði komist að samkomulagi við saksóknara þess efnis að hann játi fjársvik og peningaþvætti. Þarf hann að greiða þá peninga til baka sem hann aflaði með ólöglegum hætti og þá gæti hann átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Hann er nú í gjaldþrotameðferð og hefur verið sviptur lögmannsréttindum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat