fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Vilt þú eignast Paradísareyju í Ísafjarðardjúpi? Íbúð, viktoríuhús, mylla og æðarvarp – Útlendingar áhugasamir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. ágúst 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi er einstök náttúruperla og er til sölu. Frá því var greint fyrr í sumar. Um 10 þúsund gestir sækja eyjuna heim árlega. Húsakostur er um 700 fermetrar og býður uppá mikla möguleika í ferðaþjónustu. Eyjan sjálf er um 45 hektarar og ræktuð tún um 10 hektarar. Rafmagn er leitt úr landi og vatnsuppspretta er á eynni. Eyjan selst í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum en byrjunartilboð er um 300 milljónir.

„Þetta er algjör paradís,“ sagði Davíð Ólafsson fasteignasali í samtali við Nútímann fyrr í sumar. Á eyjunni er viktoríuhús en það er eign þjóðminjasafnsins. Viðbygging sem er skráð veitingahús er í eigu ábúenda. Tvö salerni og sturta eru í veitingahlutanum. Þá er æðarvarp sem gefur um 50 – 60 kíló af hreinsuðum af dún á hverju sumri en sængur með kíló af æðardún eru seld á yfir hálfa milljón. Þá er einnig mylla á svæðinu, reykhús, fjárhús og kælihús. Mikið fuglalíf er í eyjunni og selir á skerjum og um 30 þúsund lundapör verpa í Vigur.

Í frétt RÚV í dag er greint frá því að mikill áhugi sé á Eyjunni enn ekkert formlegt tilboð hefur þó borist. Helst eru það útlendingar sem eru áhugasamir en Davíð Ólafsson segir að Íslendingar séu aðeins fjórðungur þeirra sem hafa áhuga á eyjunni. Segir Davíð að öll tilboð verði skoðuð en lágmarksboð sé eins og áður segir 300 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri