fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Teljari gaf upp öndina á Fáskrúðsfirði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. ágúst 2018 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í gærkveldi varð óhapp í dæluskúr á Fáskrúðsfirði þegar verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80. Teljari inni í olíudæluskúr gaf sig með þeim afleiðingum að olía spíttist úr honum, flæddi út úr skúrnum og í höfnina. Starfsmaður við dælinguna fann fljótlega olíulykt og brást við með því að stöðva þegar dælingu. Ekki hægt að segja til með nákvæmum hætti um það hve mikið magn lak í sjóinn eins og er.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. Ekki er sams konar teljari í notkun annars staðar hjá félaginu. Þar segir að tilkynnt hafi verið um slysið til yfirvalda og óskað eftir aðstoð björgunarsveita á staðnum sem vann gott starf við að hefta útbreiðslu lekans. Í tilkynningu segir enn fremur:

„Bátar björgunarsveitarinnar slæddu olíuna af sjónum og söfnuðu í flekk sem síðan var soginn upp með dælubíl. Fljótt var þannig náð góðum tökum á útbreiðslu olíunnar og stjórn á ástandinu. Á sama tíma var ráðist í þrif í kringum dæluskúrinn. Afar góðar aðstæður voru til hreinsunarstarfs, þar sem veður var mjög gott á svæðinu, hægur andvari sem stóð inn fjörðinn, þurrt og bjart.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“