Fréttir

Segir Sigga hakkara hafa rústað fjárhag sínum með ótrúlegum tölvuglæpum: „Ég þakka guði fyrir að hann náði ekki að skaða son minn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. ágúst 2018 13:52

„Hann setur eitthvert forrit í tölvuna sem hefur í för með sér að allur tölvupóstur fyrirtækisins hverfur og lendir inni í hans tölvupósti. Þannig notar hann þetta. Það var bara tilviljun að ég varð vör við þetta, ég var með tölvupóstinn opinn og fékk póst sem hvarf jafnharðan. Ég hef tölvuþekkingu og vissi strax að það var eitthvað óeðlilegt í gangi,“ segir Þóra Guðrún Friðriksdóttir, en hún segir Sigurð Inga Þórðarson, öðru nafni Sigga hakkara, hafa rústað fyrirtæki sínum og eiginmanns síns og öllum þeirra fjárhag með bíræfnum fjársvikum upp á yfir 10 milljónir.

Siggi hefur hlotið dóma fyrir tölvuglæpi, fjársvik og kynferðisbrot gegn ungum drengjum. Þrátt fyrir þetta gengur hann laus og starfar núna sem framkvæmdastjóri félags sem rekið er á Reykjavíkurflugvelli, eins og kom fram í umfjöllun DV fyrir skömmu, sjá hér.

Fyrirtækið sem um ræðir var pípulagningarþjónusta sem eiginmaður Þóru og hún höfðu rekið árum saman á sömu kennitölunni. Þau fengu Sigga til að gera við tölvu fyrirtækisins og það var upphafið að ósköpunum. Fyrirtækið hafði gott lánstraust og segir hún Sigga hafa nýtt sér það á afar ófyrirleitinn hátt:

„Það sem hann gerði var að senda tölvupósta í fyrirtæki og óska þess að okkar fyrirtæki færi í reikningsviðskipti. Svo mætir hann bara kaldur í búðirnar og verslar eins og andskotinn í nafni fyrirtækisins.“

Þegar Þóra áttaði sig loksins á því hvað var að gerast nálgaðist hún öll gögn um tölvupóstssamskiptin. Segir hún að þetta hafi verið vel yfir 200 aðilar.

„Við hringdum í hvern einasta aðila á einum degi og það var erfiðasti dagur sem ég hef lifað,“ segir Þóra, en flest fyrirtækin vildu ekki gefa eftir skuldina. Pípulagningafyrirtækið varð gjaldþrota og hjónin misstu allar eigur sínar.

Siggi handtekinn

Við kærðum hann í desember árið 2013 og hann var handtekinn. Við mættum upp á lögreglustöð með öll gögn um glæpi hans gegn okkur. Við fengum tölvumann til að láta loka öllum rafrænum aðgangi fyrirtækisins, heimabanka, tölvupósti – það var slökkt á öllu sem tengdist fyrirtækinu. Siggi hafði komið inn í líf okkar á þremur mánuðum og á þeim tíma tókst honum að rústa öllu. Við áttum ekkert eftir.

„Löggan sagði okkur að okkar mál væri svo nýtt og það væru svo margar aðrar ákærur á Sigga sem taka þyrfti fyrir áður. Við vitum ekki hvernig þetta mál stendur núna en mér er svo sem sama hvort hann situr inni fyrir þessi afbrot eða einhver önnur,“ segir Þóra sem rak upp stór augu er hún sá umfjöllun DV og komst að því að Siggi situr ekki í fangelsi heldur starfar á Reykjavíkurflugvelli.

Telur að Siggi hafi ætlað að misnota son hennar

„Hann spilar með fólk, fer illa með það og hann svífst einskis,“ segir Þóra sem telur þó kynferðisbrot hann vera enn alvarlegri en fjársvikin og tölvuglæpirnir: „Hann er með þessa ungu stráka í kringum sig og það verður að grípa þar inn í og bjarga þeim frá honum.“

Þóra telur eftir á að hyggja að Siggi hafi sýnt syni hennar óeðlilegan áhuga:

„Við eigum tvíburastelpur á aldur við Sigga en hann sýndi þeim engan áhuga. Hins vegar sýndi hann stráknum okkar mikinn áhuga og var rosalega góður við hann. Hann var alltaf að gefa honum gjafir. Núna tel ég víst að hann hafi ætla að fara í son minn ef hann fengi tækifæri til þess. Ég hef oft hugsað til þess að þetta voru bara fjármunir sem glötuðust í samskiptum okkar við Sigga – ég þakka guði fyrir að hann náði ekki að skaða son minn.“

Þóra segir að það séu bjartari tímar framundan hjá sér núna eftir mikla erfiðleika undanfarin ár. Á sínum tíma var hún búin að láta langþráðan draum rætast og koma sér upp saumastofu, en Þóra er klæðskeri og fatahönnuður. Hún segir að sú saumastofa hafi hins vegar horfið í hít fjársvika Sigga:

„Ég er með tímabundna örorku en er að ná mér. Ég bý í Vestmannaeyjum og er að byrja að hanna og sauma aftur. Fjölmiðlar hafa oft leitað til mín vegna þessa máls en ég hef ekki verið tilbúin. Núna var ég hins vegar tilbúin að stíga fram og það er gott að létta þessari sögu af sér – svo heldur lífið áfram og framtíðin er björt,“ segir Þóra að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FréttirPressan
Í gær

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óþægilegt fyrir alla

Óþægilegt fyrir alla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýraníð á Álftanesi: Aðrir hundaeigendur stíga fram – „Hundarnir þora ekki að fara frá okkur“

Dýraníð á Álftanesi: Aðrir hundaeigendur stíga fram – „Hundarnir þora ekki að fara frá okkur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnkell á Tinder eftir að hafa nauðgað konu og reynt að drepa fyrir tveimur árum

Hrafnkell á Tinder eftir að hafa nauðgað konu og reynt að drepa fyrir tveimur árum