fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Siggi hakkari hefur aðgang að haftasvæði: „Fólki finnst þetta ekki viðeigandi“


Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað eiga tveir barnaníðingar, kung-fu prestur, flugvélar, þyrlur, Panamaprins, kapella og sértrúarsöfnuður sameiginlegt? Jú, allt þetta er að finna í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Barnaníðingarnir sitja í stjórn félags sem er skráð með yfir 200 milljónir í hlutafé, kung-fu presturinn, sem eitt sinn var lífvörður og sjóræningjabani, stýrir samkomum sértrúarsafnaðarins og Panamaprinsins á skýlið sjálft. Barnaníðingurinn heitir Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, og situr hann einn í stjórn ásamt Robert Tomasz Czarny sem misnotaði tvær stúlkur hér á landi um árabil. Allir hafa þeir aðgang að haftasvæðum. Og þegar meðlimir sértrúarsafnaðarins mæta á svæðið geta þeir hæglega farið inn á viðkvæm svæði eða farið um borð í flugvélar og jafnvel sest upp í þyrlu og tekið á loft væri sá áhugi fyrir hendi. Eftirlit er ekkert. Til að rekja þessa sögu þurfti nokkra blaðamenn og talsvert pláss enda um ævintýralega atburðarás að ræða sem aldrei hefði átt að eiga sér stað.

Þetta er brot úr ítarlegri umfjöllun í helgarblaði DV

Öryggisstjóri ACE FBO vinnur í skiptivinnu

Dan Sommer er ekki bara prestur hjá Postulakirkjunni í flugskýli eitt, heldur er hann einnig öryggisstjóri ACE FBO. Það félag sérhæfir sig í flugþjónustu fyrir einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli. Í samtali við DV viðurkennir hann að öryggismálum hjá fyrirtækinu væri ábótavant og mikið vantaði upp á að lagalegar kröfur sem settar eru á fyrirtækið stæðust.

Þegar Dan var spurður um hvort hann fengi greitt fyrir störf sín sem öryggisstjóri fyrirtækisins sagði hann að hann væri ekki á launaskrá. Í stað þess að fyrirtækið greiði honum laun styrki ACE FBO Postulakirkjuna og leyfði honum að hafa afnot að húsnæðinu til að hafa kapellu í flugskýli 1. Samkvæmt skattalögum er óleyfilegt að greiða ekki starfsmanni beint laun fyrir vinnu sína og er ekki leyfilegt að greiða trúfélagi fyrir vinnu starfsmanns.

Með aðgang að haftasvæði og myndavélum

Það að Sigurður Ingi hafi aðstöðu í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli er ekki það alvarlegasta að mati þeirra starfsmanna sem DV ræddi við í tengslum við þetta mál. Heldur það að Sigurður komist inn á haftasvæðið á Keflavíkurflugvelli og geti athafnað sig þar fyrir ACE Handling. ACE Handling þjónustar aðeins eitt flugfélag, hið svissneska Edelweiss, yfirleitt síðdegis á föstudögum. Til að geta starfað á haftasvæði verður fólk að standast bakgrunnsskoðun hjá Ríkislögreglustjóra og þá skoðun stenst Sigurður vitaskuld ekki miðað við hans brotasögu.

Sigurður hefur hins vegar fengið að fara inn á svæðið á svokölluðum gestapassa sem flugverndarstjóri fyrirtækisins sér um að útvega. Þeir sem sjá um að útvega slíka passa eru ábyrgir fyrir gestinum og verða að fylgjast með honum í þann afmarkaða tíma sem passinn gildir. Ekkert fast haftasvæði er á Reykjavíkurflugvelli nema þann tíma sem millilandaflug er þar í gangi, en félög Hilmars sjá til dæmis um þjónustu við einkaflugvélar á vellinum.

Starfsmaður á Reykjavíkurflugvelli hefur töluverðar áhyggjur af umsvifum Sigurðar þar.

„Hann hefur aðgang að myndavélakerfi sem hann hefur verið að setja upp hérna á vellinum og fólk setur spurningarmerki við allt sem er hér í gangi í kringum hann, vegna brotasögu hans. Hérna í skýlunum eru tæki metin á mörg hundruð milljónir króna og fólki finnst þetta ekki viðeigandi. Hann kemur og fer eins og hann lystir, oft seint á kvöldin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar