fbpx
Fréttir

Hvaða áhrif hefur kaffidrykkja á kvöldin á líkamann?

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 18. ágúst 2018 21:30

Mynd/Getty

Kaffi er auðvitað sívinsælt og margir slá ekki hendinni á móti góðum kaffisopa og skiptir þá litlu máli hvenær sólarhringsins er boðið upp á kaffið. En það er kannski þess virði að hugsa sig tvisvar um áður en kaffi er drukkið síðustu klukkustundirnar áður en farið er í rúmið að sofa.

Lengi hefur verið talið að kaffi örvi líkamann og hjálpi fólki að halda sér vakandi en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að það hafi einnig önnur áhrif, þar á meðal að það rugli líkamsklukkuna. Þetta getur valdið einhverskonar flutþreytu eða álíka einkennum.

Í rannsókninni kemur ekkert fram um hvernig kaffidrykkja á morgnana eða á daginn getur haft áhrif á líkamsklukkuna og einnig þarf að framkvæma fleiri og ítarlegri rannsóknir til að staðfesta niðurstöðurnar um að kaffidrykkja trufli líkamsklukkuna.

CBS hefur eftir Kenneth Wright Jr., prófessor við University of Colorado, að kaffi „haldi ekki fólki bara vakandi“ heldur seinki það líkamsklukkunni svo fólk vilji fara seinna að sofa.

Rannsókn Wright og samstarfsfólks hans var lítil að umfangi en þau rannsökuðu áhrif kaffidrykkju á fimm manns á 49 daga tímabili. Þremur klukkustundum fyrir hefðbundin háttatíma þeirra var fólkið látið drekka kaffi, sem svarar til tvöfalds espresso mælt í koffínmagni, eða kaffileysu, það er drykk sem leit út fyrir að vera kaffi en var það ekki. Mið var tekið af líkamsþyngd og hæð fólksins þegar kaffiskammtar þeirra voru útbúnir. Fólkið var einnig látið vera í mikilli birtu eða rökkri. Mikil birta getur haft áhrif á líkamsklukkuna og látið fólk vilja seinka háttatíma sínum.

Vísindamennirnir komust að því að koffínið virtist seinka líkamsklukkum þátttakendanna um 40 mínútur. CBS hefur eftir Wright að það geti hjálpað fólki að sofna fyrr og vakna fyrr ef það hættir að drekka kaffi eða heldur sig við að drekka það eingöngu á morgnana. Hann benti einnig á að koffín fyrir háttatíma sé ekki slæmt fyrir alla því svefnvenjur fólks séu ólíkar.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímaritinu Science Translational Medicine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Marine Le Pen þarf að sæta geðrannsókn

Marine Le Pen þarf að sæta geðrannsókn
Fréttir
Í gær

Salóme brugðið: „Ég fæ betur borgað fyrir að afgreiða bjórglas en að sinna börnum á viðkvæmum aldri“

Salóme brugðið: „Ég fæ betur borgað fyrir að afgreiða bjórglas en að sinna börnum á viðkvæmum aldri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Katla er vöknuð“ – „Getur orðið stærra og ofsalegra en 2010“

„Katla er vöknuð“ – „Getur orðið stærra og ofsalegra en 2010“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Icelandair setur flugfreyjum afarkosti

Icelandair setur flugfreyjum afarkosti