Fréttir

Leigði kjallara á Suðurnesjum og ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur

Auður Ösp
Föstudaginn 17. ágúst 2018 11:04

Karlmaður á þrítugsaldri játaði við skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem lögregla fann við húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Maðurinn hafði tekið á leigu kjallara þar sem hann ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur á ýmsum vaxtarstigum. Hann afsalaði sér plöntunum, svo og öllum búnaði sem lögregla hafði haldlagt, til eyðingar.

Áður hafði lögregla fundið aðra kannabisræktun við húsleit í íbúðarhúsnæði. Þar var um að ræða samtals níu plöntur og græðlinga. Málin tvö eru óskyld.

Þrjú fíkniefnamál til viðbótar komu einnig nýverið til kasta lögreglunnar þar sem um var að ræða vörslur miklu magni af kannabisefnum, svo og vörslur á amfetamíni, e – töflum og fleiri efnum. Þau mál eru einnig ótengd.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Barði orðinn að styttu
Fréttir
Í gær

Jóhann segir braskara bera ábyrgð á sjálfsvígum: „Þekkist hvergi annars staðar á byggðu bóli“

Jóhann segir braskara bera ábyrgð á sjálfsvígum: „Þekkist hvergi annars staðar á byggðu bóli“
Fréttir
Í gær

Birtir myndband af eigin árekstri í Ölfusi – Kyrrstæður lyftari á miðjum vegi: „Það var enginn í lyftaranum þegar við klesstum“

Birtir myndband af eigin árekstri í Ölfusi – Kyrrstæður lyftari á miðjum vegi: „Það var enginn í lyftaranum þegar við klesstum“
Fréttir
Í gær

Fékk óþægileg skilaboð frá Pólverjum á Íslandi eftir frétt um Sjálfstæðisgönguna: „Stillir mér upp sem óvin pólsku þjóðarinnar“

Fékk óþægileg skilaboð frá Pólverjum á Íslandi eftir frétt um Sjálfstæðisgönguna: „Stillir mér upp sem óvin pólsku þjóðarinnar“
Fréttir
Í gær

Atli Fannar og Gísli Marteinn fá á baukinn: „Úff. Leiðinlegt að lesa þetta því mér finnst þið frábærir“

Atli Fannar og Gísli Marteinn fá á baukinn: „Úff. Leiðinlegt að lesa þetta því mér finnst þið frábærir“
Fyrir 2 dögum

Spurning vikunnar: Er líf á öðrum hnöttum?

Spurning vikunnar: Er líf á öðrum hnöttum?
Fyrir 3 dögum

Fangi í Fossvogi

Fangi í Fossvogi