fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Leigði kjallara á Suðurnesjum og ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur

Auður Ösp
Föstudaginn 17. ágúst 2018 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri játaði við skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem lögregla fann við húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Maðurinn hafði tekið á leigu kjallara þar sem hann ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur á ýmsum vaxtarstigum. Hann afsalaði sér plöntunum, svo og öllum búnaði sem lögregla hafði haldlagt, til eyðingar.

Áður hafði lögregla fundið aðra kannabisræktun við húsleit í íbúðarhúsnæði. Þar var um að ræða samtals níu plöntur og græðlinga. Málin tvö eru óskyld.

Þrjú fíkniefnamál til viðbótar komu einnig nýverið til kasta lögreglunnar þar sem um var að ræða vörslur miklu magni af kannabisefnum, svo og vörslur á amfetamíni, e – töflum og fleiri efnum. Þau mál eru einnig ótengd.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk