Fréttir

Fjölskylduhjálp Íslands fær ekki fjárstyrk frá borginni í ár

Auður Ösp
Föstudaginn 17. ágúst 2018 10:10

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.

Borgarráð Reykjavíkur hefur synjað umsókn Fjölskylduhjálpar Íslands um fjárstyrk fyrir árið 2018. Samtökin sóttu um tveggja milljón króna styrk til starfseminnar í lok í júní síðastliðinn.

Ásgerður Jóna formaður Fjölskylduhjálpar og varaborgarfulltrúi Flokks fólksins,tjáir sig um málið á facebooksíðu sinni þar sem hún harmar niðurstöðuna.

„Afgreiðslu Borgarráðs í dag um styrk til Fjölskylduhjálpar Íslands. NEI. Enginn styrkur árið 2018,“

ritar Ásgerður og bætir við að niðurstaðan „stingi mann í hjartastað.“

„Við vorum einu hjálparsamtökin með opið í allt sumar, fátækir og efnalitlar fjölskyldur þurfa líka að borða á sumrin. Úthlutuðum hátt í 23000 matargjöfum árið 2017.“

Átta umsóknir voru afgreiddar á fundi ráðsins í gærkvöldi og var fjórum þeirra hafnað.

Borgarráð samþykkti hins vegar að veita fjórum verkefnum fjárstyrk upp á.Verkefnin sem um ræðir eru Óperudagar í Reykjavík, Töframáttur Tónlistar, Gróðursetning í Barnalund á vegum hverfisráðs Kjalarness, Ljósmyndakeppni á vegum hverfisráðs Kjalarness og Ungt fólk í síbreytilegum heimi á vegum á Styrktarfélag alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu
Fréttir
Í gær

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opið bréf Jokku til Bjarna Benediktssonar: „Ég efast um að þú hafir staðið í Bónus og þurft að skila vörum úr körfunni“

Opið bréf Jokku til Bjarna Benediktssonar: „Ég efast um að þú hafir staðið í Bónus og þurft að skila vörum úr körfunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnkell á Tinder eftir að hafa nauðgað konu og reynt að drepa fyrir tveimur árum

Hrafnkell á Tinder eftir að hafa nauðgað konu og reynt að drepa fyrir tveimur árum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallur fékk milljónir frá Sjómannafélagi Íslands – Varði Jónas á Facebook

Hallur fékk milljónir frá Sjómannafélagi Íslands – Varði Jónas á Facebook