fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Er braggamálið frávik ?

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

57 prósent leigusala á Íslandi eru einstaklingar

Auður Ösp
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 09:56

Fyrirtæki hafa aukið hlutdeild sína á leigumarkaðnum sama tíma og hlutdeild fjármálastofnanna og einstaklinga hefur dregist saman. Einstaklingar eru þó ennþá algengasti leigusalinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leigumarkaðsdeild ÍLS. Þjóðskrá Íslands birti nýverið upplýsingar um leigumarkaðinn á landsvísu þar sem meðal annars kemur fram hverjir eru leigusalar. Samkvæmt gögnum, sem ná þó ekki til allra leigusamninga, eru einstaklingar um 57 prósent leigusala og fyrirtæki 41 prósent og fjármálastofnanir 2 prósent.

Úrvinnsla þjóðskrár fyrir árið 2018 byggir á 5.622 leigusamningum sem þinglýst var á tímabilinu 30. Júní 2017 til og með 31. Júlí 2018. Ekki voru teknir með leigusamningar þar sem herbergjafjöldi íbúða er óþekktur og heldur ekki samningum um félagslegar íbúðir. Einnig var samningum sleppt þar sem einungis hluti íbúðar var í útleigu.

Fyrir 6 árum síðan voru einstaklingar með 74 prósent hlut, og fyrirtæki og fjármálastofnanir með um fjórðungs hlut. Nú eru einstaklingar um 60 prósent leigusala samkvæmt greiningunni og fyrirtæki um 40 prósent. Fjármálastofnanir eru með hverfandi hlutdeild. Hafa verður þó í huga að ekki eru allir leigusamningar undir heldur einungis þeir sem eru þinglýstir og uppfylla áðurnefndar kröfur.

Í síðustu mánaðarskýrslu sjóðsins kom fram að hlutdeild fyrirtækja meðal kaupenda fer minnkandi og er það að einhverju leyti í takt við þessa greiningu sem sýnir að fyrirtæki eru ekki að auka við hlutdeild sína sem leigusalar

. Íbúðakaupum á vegum fyrirtækja fjölgaði mjög á seinni hluta árs 2012, sérstaklega í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Á árunum 2013– 2017 stóðu fyrirtæki að baki 17 prósent allra íbúðakaupa á því svæði að jafnaði en á fyrri hluta yfirstandandi árs var þetta hlutfall næstum helmingi minna eða um 10 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Guðni hjólar í hannyrðakonu – Sá hana í sjónvarpinu: „Asnaspörk frá athyglissjúkum listamönnum“

Guðni hjólar í hannyrðakonu – Sá hana í sjónvarpinu: „Asnaspörk frá athyglissjúkum listamönnum“
Fréttir
Í gær

Domino´s svarar fyrir æsinginn á Stöð 2: „Ótrúlegt að þessi fyrirtæki styrki þessa eitruðu karlmennsku“

Domino´s svarar fyrir æsinginn á Stöð 2: „Ótrúlegt að þessi fyrirtæki styrki þessa eitruðu karlmennsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsingur á Stöð 2 Sport: „Kulnun í starfi er leti!“ – „Þess vegna eru slysasjóðir VR bara tæmdir!“

Æsingur á Stöð 2 Sport: „Kulnun í starfi er leti!“ – „Þess vegna eru slysasjóðir VR bara tæmdir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtungur Íslendinga með húðflúr – Konur í meirihluta

Fimmtungur Íslendinga með húðflúr – Konur í meirihluta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvær rútur fóru út af á Kjalarnesi

Tvær rútur fóru út af á Kjalarnesi