fbpx
Fréttir

Rotta á stærð við kettling vekur óhug í Kópavogi: „Langar ekkert út í garð í kvöld“

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 12:42

Jóhanna Pálsdóttir, kennari í Kópavogi, birti í gærkvöldi mynd af rottu sem spókaði sig um í Kópavogi í gærkvöldi. Jóhanna deildi myndum af rottunni í Facebook-hópnum Kársnesið okkar en myndirnar má sjá hér neðst í fréttinni.

„Ég sat hjá móður minni þegar við sáum hana tölta niður tröppurnar. Barnabarnið mitt hafið verið að leika sér þarna í garðinum rétt áður og mér var mjög brugðið hvað það varðar. Ég var alveg grunlaus um að svona kvikindi gætu komið þangað,“ segir Jóhanna í samtali við DV.

Jóhanna hefur búið á Kársnesinu í nokkra áratugi og kannast ekki við að hafa séð rottur á þessum slóðum. Færsla Jóhönnu vakti sterk viðbrögð meðal íbúa í Kársnesi. „Ein var á rölti um Borgarholtsbraut, langar ekkert út í garð í kvöld,“ sagði einn íbúi í hverfinu. „Sást ein hérna í Skógargerðinu í kvöld,“ bætir annar íbúi við en ekki er ljóst hvort um sömu rottu var að ræða.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi er merkt í athugasemd við færsluna. í svari segir hún aldrei hafa heyrt um rottur á þessu svæði. „Ég skal kanna hjá bænum hvað þeir segja við þessu,“ bætir Theodóra við.

Hér má sjá myndir sem Jóhanna tók af rottunni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Hvalakóngurinn sem skýtur og drepur íslenskar langreyðar í útrýmingarhættu“ – Segir dýraverndunarsinna vera hryðjuverkamenn

„Hvalakóngurinn sem skýtur og drepur íslenskar langreyðar í útrýmingarhættu“ – Segir dýraverndunarsinna vera hryðjuverkamenn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Manni bjargað úr sjó við Húsavík – Féll af fallhlífarbretti og fór úr axlarlið

Manni bjargað úr sjó við Húsavík – Féll af fallhlífarbretti og fór úr axlarlið
Fréttir
Í gær

Sesselía og Vilhjálmur sömdu lag um heilabilun sem er að slá í gegn – Sjáðu myndbandið

Sesselía og Vilhjálmur sömdu lag um heilabilun sem er að slá í gegn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrt leiðsögunám – Tæp milljón fyrir tvær kennslustundir

Dýrt leiðsögunám – Tæp milljón fyrir tvær kennslustundir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hálka á Reykjanesbraut í morgun

Hálka á Reykjanesbraut í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rotaði einn og nefbraut líklega annan

Rotaði einn og nefbraut líklega annan