fbpx
Föstudagur 22.febrúar 2019
Fréttir

Costa Coffee vill opna á Íslandi

Auður Ösp
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 13:24

Kaffibolli á Costa. Ljósmynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska kaffihúsakeðjan Costa Coffee horfir nú til Íslands. Þetta kemur fram á vef Markaðarins í dag. Keðjan er sú næst stærsta í heimi á eftir bandaríska kaffirisanum Starbucks.

Fram kemur að fulltrúar Costa leiti um þessar mundir að hentugu húsnæði í miðborginni en ekki er vitað hver er sérleyfishafi keðjunnar á Íslandi.

Costa var stofnað snemma á áttunda áratugunum og er í dag stærsta kaffihúsakeðja Bretlands en fyrirtækið var selt til alþjóðarisans Whitbread PLC árið 1995.

Í dag eru hátt í fjögur þúsund kaffihús rekin á vegum keðjunnar í 32 löndum en flest þeirra er að finna í Bretlandi.

Costa kemur til með að verða fimmta keðjan hér á landi sem einblínir á sölu kaffidrykkja og eru þá taldar með Kaffitár, Te og Kaffi, Dunkin Donuts og Krispy Kreme.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jói B. bálreiður út í Strætó: „EKKI í lagi að henda 11 ára gömlu barni út úr vagni“

Jói B. bálreiður út í Strætó: „EKKI í lagi að henda 11 ára gömlu barni út úr vagni“
Fréttir
Í gær

Snorri var vitni að hrottalegri árás á konu í hádeginu: „Henti henni inn í runna og stappaði á henni þar“

Snorri var vitni að hrottalegri árás á konu í hádeginu: „Henti henni inn í runna og stappaði á henni þar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona dæmd fyrir að hrækja framan í lögreglumann á 17. júní

Kona dæmd fyrir að hrækja framan í lögreglumann á 17. júní
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælastaða þegar Nara verður fangelsuð: Beit í sundur tungu eiginmannsins og réðst á vinkonu

Mótmælastaða þegar Nara verður fangelsuð: Beit í sundur tungu eiginmannsins og réðst á vinkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum