fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Andri Snær um Víkverja: „Hafi neitað sér um eitthvað líferni á yngri árum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 14:53

Andri Snær Magnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafnlaus pistill merktur Víkverja í Morgunblaðinu í gær vakti mikla reiði víða í samfélaginu. Pistillinn er skrifaður af blaðamanni á ritstjórn miðilsins en í honum er gefið í skyn að hnattræn hlýnun sé mögulega ofmetið vandamál. Það er svo sett í samhengi við alnæmi.

Margir tjáðu sig svo sem Felix Bergson, sem spurði hvernig starfsfólki Morgunblaðsins og tengdra miðla líði að sjá annað eins rugl á síðum blaðsins. Meðan Lana Kolbrún Eddudóttir, fyrrverandi formaður Samtakanna 78, sagði pistilinn kjaftshögg fyrir þá sem misstu fjölskyldumeðlimi eða vini vegna alnæmis.

Sjá einnig: Felix bálreiður og vill afsökunarbeiðni – „Þvílíkur dónaskapur og virðingarleysi“

Felix fór fram á afsökunarbeiðni frá þeim sem skrifaði pistilinn en ekkert slíkt var að finna í Morgunblaðinu í morgun. Pistill Víkverja fjallaði um eingöngu Reykjavíkurmaraþonið. Það var einna helsti í skopmynd Helga Sig sem greina mátti einhvers konar viðbragð við málinu.

Svavar Knútur tónlistarmaður fjallar um málið á Facebook-síðu sinni í dag. „Moggalógík vikunnar: Okkur tókst að stoppa alnæmisfaraldurinn á Vesturlöndum að mestu með stórefldum forvörnum og gríðarlegum framförum í lyfjameðferð. Gengur mun verr í Afríku, þar sem milljónir barna eru munaðarlaus, tugmilljónir fólks eru fárveik og heilu samfélögin í rúst. Þess vegna eigum við ekki að gera neitt út af gróðurhúsaáhrifunum. Sounds legit. Frábær leið til að samgleðjast á Pride,“ skrifar Svavar.

Andri Snær Magnason, skáld og mótherji Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, í forsetakosningum 2016, skrifar athugasemd við færslu Svavars. „Þetta er svo sturluð hugsun að hún nær ekki nokkurri átt. Eina leiðin til að skilja þetta er sú hugmynd að Velvakandi hafi neitað sér um eitthvað líferni á yngri árum sem hann nú sér eftir að hafa ekki látið eftir sér, víst það reyndist eftir allt vera til einhverskonar lækning,“ skrifar Andri Snær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu