fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Rútubílstjóri stöðvar umferð á Miklubraut til að hleypa út farþegum

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 13. ágúst 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta fimmtudag átti sér stað atvik á Miklubraut við Klambratún, þar sem rútubílstjóri á vegum Reykjavík Excursions – Kynnisferðir, stöðvaði umferðina á brautinni til að hleypa út farþegum úr rútunni. Voru farþegar að sækja töskur sínar úr rútunni á hægri akrein Miklubrautar. Á götunni er bannað að stöðva umferð og ekki leyfilegt að stöðva rútur til að hleypa út farþegum. Umferð á akbrautinni þurfti því að sveigja fram hjá stöðvuðu rútunni á meðan, en rútan var í stopp í rúmar 10 mínútur.

Samkvæmt Ómari Smára Ármannssyni, aðstorðaryfirlögregluþjóni hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru svona atvik algjör undantekning: „Þetta er bara mjög slæm undantekning þegar svona gerist og á alls ekki að gerast“.

„Þetta eru allaveganna ekki hefðbundnar vinnureglur hjá okkur að gera þetta með þessum hætti“.  Segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Excursions – Kynnisferðir. Hann einnig tekur bílstjórar fyrirtækisins eigi að sjálfsögðu að fara eftir umferðarlögum og eigi ekki að setja farþega í þær aðstæður að það gæti skapað hættu fyrir þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi