fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Óður maður réðst á lögreglukonu við Grensásveg – Flutt alblóðug á Landspítalann

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. ágúst 2018 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var handtekinn nú rétt fyrir hádegi við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. Hann var í mjög annarlegu ástandi og veittist að lögreglukonu við störf.

Að sögn mbl.is þurfti að flytja lögreglukonuna með sjúkrabíl á Landspítalann. Hún er sögð hafa verið alblóðug eftir árás mannsins.

Maðurinn ku hafa gengið á milli bíla á götunni en þegar lögregla reyndi að stöðva hann hafi maðurinn ráðist á lögreglukonuna. Ekki liggur fyrir hversu slösuð hún er.

Uppfært kl. 13:00

Lögregla hefur gefið út tilkynningu vegna málsins: „Nú skömmu fyrir hádegi var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi á Grensásvegi. Er lögregla kom á vettvang brást maðurinn ókvæða við afskiptum lögreglu og veittist að þeim. Í  átökunum féllu lögreglumennirnir og maðurinn í götuna með þeim afleiðingum að annar lögreglumannanna skall harkalega með höfuðið í götunni og vankaðist við það. Hann var í framhaldi fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar og er þar ennþá til skoðunar. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslur lögreglunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“