fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Fjögurra mánaða skilorð fyrir líkamsárás á systur sína: „Þetta var hræðilegt“

Auður Ösp
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 09:00

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi gegn systur sinni. Árásin átti sér stað þann 7.maí á síðasta ári. Fram kemur í dómnum að samskipti þeirra systkina hafi farið versnandi síðustu tvö ár. Fyrir dómnum játaði maðurinn að hafa slegið og sparkað í systur sína og kvaðst meðal annars hafa verið „mjög reiður og ekki ráðið við sig.“ Úrskurður féll 13.júlí síðastliðinn.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist að systur sinni við heimili hennar og slegið hana í andlitið þannig að hún féll í jörðina, og þvínæst sparkað í líkama hennar þar sem hún lá í jörðinni.  Afleiðingarnar voru þær að hún hlaut mar og yfirborðsáverka á andliti, glóðarauga beggja vegna, yfirborðsáverka á höfði, nefbeinabrot og tognun á hægri öxl.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum að um fimmleytið að morgni 7.maí 2017 hafi borist beiðni um sjúkrabifreið vegna heimilisofbeldis. Strax á vettvangi viðurkenndi maðurinn fyrir lögregluþjóni að hafa ráðist á systur sína.

Eiginkona mannsins hélt því fram fyrir dómi að systir hans hefði hringt í heimasíma þeirra hjóna aðfaranótt 7.maí og „ausið svívirðingum og ógeðslegum orðum“ um bróður sinn. Sagði hún þetta ekki hafa verið í fyrsta sinn sem að systir mannsins hefði samband og að hún væri „búin að vera endalaust í þeim.“

Maðurinn og eiginkona hans sögðust hafa ákveðið að fara heim til systur hans í kjölfarið og tala við hana. Bæði héldu þau því fram fyrir dómnum að systir mannsins hefði komið á móti þeim þegar þau komu að heimili hennar og ausið svívirðingum yfir manninn.

Maðurinn kvaðst hafa „aðeins ætlað að tala við hana.“ Þá kemur einnig fram í vitnisburði hans:

„Og svo þegar ég kem heim að húsinu þá kemur hún út, æðandi beint á móti mér og hérna byrjar að öskra „lemdu mig, lemdu mig“ og ég bara gerði alveg hræðilega hluti þarna, ég sló hana niður […] og sparkaði í hana og hún hélt áfram og eitthvað „dreptu mig, dreptu mig“ og þá sparkaði ég aftur í hana og labbaði svo inn“

Jafnframt kemur fram í vitnisburði mannsins að þetta hafi verið „alveg hræðilegt“ og „hann hefði fyrirlitið menn sem beittu konur ofbeldi og nú væri hann „orðinn einn af þeim.“ Á öðrum stað í skýrslunni segist maðurinn hafa orðið „mjög reiður og ekki ráðið við sig“ og slegið eins fast og hann hefði getað. Honum hafi fundist sem sér stæði ógn af systur sinni en tekur fram að það sé „náttúrulega engin afsökun.“

Þá sagði maðurinn að samskipti hans og systur hans hefðu farið versnandi síðustu tvö ár  en áður hefðu samskipti þeirra verið góð. Þá sagði hann systur sína hafa borið út „ljótar sögur“ um sig og meðal annars sakað hann um að hafa brotið á henni kynferðislega þegar hún var unglingur. Þær ásakanir væru rangar.

Fram kemur í niðurstöðu dómsins að þó að framburður eiginkonu mannsins styðji hans framburð þá hafi ekkert komið fram um að neitt í gjörðum eða orðum systur hans á vettvangi geti réttlætt gjörðir hans. Jafnframt kemur fram að maðurinn véfengi ekki að systir hans hafi við atvikið fengið þá áverka sem raktir eru í ákæru, auk þess fái þeir ákverkar fá stuðning í læknisvottorðum. Því þótti sannað að systir mannsins hefði hlotið áverkana af hans völdum.

Þá kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt brot sín og sagt hreinskilnislega frá málavöxtum. Hann hafi ekki reynt að réttlæta gjörðir sínar.  Þá kemur fram í vitnisburði systur mannsins að hún hafi haft símasamband við hann eftir atvikið og þá hafi hann hana afsökunar.

Maðurinn hlaut eins mánaðar fangelsi fyrir líkamsárás árið 2008 en sú refsing var skilorðsbundin til tveggja ára. Að öðru leyti hefur hann ekki áður verið sakfelldur fyrir líkamsárás og annað á sakaferli hans er tæplega aldarfjórðungsgamalt eða eldra.

Fram kemur að systir mannsins hafi lagt út 20.500 króna lækniskostnað vegna árásarinnar. Mat dómurinn það svo að hann bæri bótaábyrgð í málinu enda hefði hann fram ólögmæta meingerð gegn systur sinni. Þá var það talið auka alvarleikann að náinn skyldleiki er á milli þeirra.

Einnig kemur fram að systir mannsins hefur leitað sér sálfræðiaðstoðar vegna málsins en fyrir dómi lýsti sálfræðingur hennar þeim afleiðingum sem árásin hefur haft á hana. Fram kemur að konan hafi fundið fyrir mikilli reiði og hræðslu í kjölfar atviksins auk þess sem hún hefði fundið fyrir afneitun og dofa. Hún hafi verið félagsfælin og átt erfitt með svefn og auk þess sýnt einkenni áfallastreituröskunar og mjög alvarleg einkenni þunglyndis, kvíða og streitu.

Líkt og fyrr segir var það ákvörðun dómsins að skilorðsbinda fangelsisrefsingu mannsins en allt í allt er honum gert að greiða systur sinni 420.500 krónur í bætur, auk þess að greiða rúmlega 500 þúsund krónur af þóknun réttargæslumanns hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“