fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

Björn kærir Jakob til lögreglu: Búinn að sakna hennar í 10 ár – Karlinn vill selja úr henni blóðið

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 11:45

Björn Baldursson, veitingamaður á Selfossi, lenti í því fyrir tíu árum að merinni hans var stolið og hafði hann leitað hennar í áraraðir án árangurs. Björn segir í samtali við DV að þá hafi verið um að ræða fjögurra vetra gamalt trippi undan verðlaunahesti sem vann hvert mótið á fætur öðru á þeim tíma.

Björn tekur fram að merin, sem ber heitið Elding frá Efra Seli, hafi verið geysilega falleg og honum ómissandi. „Hrossin mín voru inni í ólæstri girðingu á Skeiðarvegi þar sem ég geymi hestanna mína, en þetta var eina hrossið sem hvarf,“ segir Björn um hvarfið.

„Ég auglýsti eftir henni, hringdi á alla bæi og mér fannst eins og merin hefði gufað upp þar sem hún fannst hvorki dauð né lifandi. Svo fyrir einhverja algjöra tilviljun, fyrir mánuði, fékk ég póst frá Bændasamtökunum um að merin hefði fyljast. Ég fékk auðvitað afrit af því þar sem ég er skráður eigandi.“

Verðlaunahesturinn Suðri frá Holtsmúla, pabbi Eldingar.

Þegar Björn fór að leita eftir upplýsingum um hver stæði fyrir þessari fyljun og væri eigandi graðhestsins sem um ræðir, kom í ljós að hvort tveggja er merkt Jakobi Jóhanni Einarssyni, hrossaflutningamanni að Hrísum í Húnavatnssýslu. „Það er örmerkingin sem kjaftaði frá. Það hefur aldrei verið skráð afkvæmi á merina eða nokkur skapaður hlutur í meira en tíu ár.“

Þegar Björn hafði samband við Jakob í kjölfar þessara upplýsinga fékk hann þau svör að Jakob kannaðist ekkert við að hafa hryssuna og enginn utanaðkomandi hefði komið með hryssu til fyljunar. „Hann sagði að hann væri með 100 merar þar sem hann væri að selja hestablóð til fyrirtækja,“ segir Björn sem vísar til líftæknifyrirtækisins Ísteka, sem hefur framleitt frjósemislyf sem ætlað er svínum og sauðfé og selt víða um heim. Hráefnið er próteinhormón sem finna má í blóði fylfullra mera, á fyrstu vikum meðgöngunnar.

„Karlinn gerir þessa vitleysu núna, að senda út fyljunarvottorð til þess að geta selt úr henni blóðið,“ segir Björn en hann hyggst kæra Jakob til lögreglunnar fyrir að hafa stolið eða leynt upplýsingar um hryssuna.

Illa umhirt og vannærð hross

„Ég sagði að það væri skrítið að hann væri að selja blóð úr merinni minni sem er búin að vera týnd í öll þessi ár, vegna þess að hann hlyti að sjá það þegar hann sendir skýrslu með blóðinu hver ætti hana,“ segir Björn. „Jakob þóttist ekkert vita og sagðist ekki hafa haft neina yfirsýn, vissi ekkert hvar hann hefði fengið hana. Hann spilaði sig fávitann, nema hann sé fáviti, en ég veit það svo sem ekki.“ Að sögn Björns hefur Jakob ekki svarað símtölum hans eða látið í sér heyra.

„Ég held að hann hafi ekki endilega stolið hryssunni, en fengið hana í braski og sennilega lofað að segja ekki til um hvar hann fékk hana, en hann veit 100 prósent að hann er með stolinn hest og sinnir því ekki að skila honum.“

Björn segir Jakob vera alræmdan slóða í hestabransanum, með Matvælastofnun á bakinu fyrir illa umhirt og vannærð hross.

„Þessi maður er með allt of mörg hross og ekkert hey ofan í þau. Ég hef margheyrt að búið sé að banna honum að halda fjölda mera og það standi til að taka hross af honum út af vanfóðrun. Hrossin eru mörg grindhoruð hjá honum og illa til reika. Þess vegna hef ég svona miklar áhyggjur af Eldingu í hans höndum. Ég er búinn að missa tíu ár. Hún er orðin fimmtán vetra gömul núna.“

Þegar DV hafði samband við Jakob vildi hann ekki tjá sig um málið, en fullyrðir þó við blaðamann að hryssunni verði skilað þegar hún finnst í stóðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skaðaminnkun skilar sér til baka – Róa fyrir Frú Ragnheiði á föstudaginn

Skaðaminnkun skilar sér til baka – Róa fyrir Frú Ragnheiði á föstudaginn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Reykjavíkurborg leigir þetta tóma niðurnídda hús á 1,3 milljónir af aðilum sem tengdust GAMMA – Sjáðu myndirnar – „Þetta var neyðarúrræði“

Reykjavíkurborg leigir þetta tóma niðurnídda hús á 1,3 milljónir af aðilum sem tengdust GAMMA – Sjáðu myndirnar – „Þetta var neyðarúrræði“
Fréttir
Í gær

Mikil röskun á flugi í Keflavík – Farþegar komast hvorki út í vél eða inn í flugstöðina: „Við erum bara fá okkur frítt te og kaffi“

Mikil röskun á flugi í Keflavík – Farþegar komast hvorki út í vél eða inn í flugstöðina: „Við erum bara fá okkur frítt te og kaffi“
Fréttir
Í gær

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega
Fréttir
Í gær

Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu í dag – Fólk hvatt til að ganga frá lausum munum

Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu í dag – Fólk hvatt til að ganga frá lausum munum
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“