Fréttir

Starfsmaður dvalarheimilis á Akranesi stal morfínskyldum lyfjum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 08:15

Starfsmaður á dvalarheimili á Akranesi varð uppvís að því að stela morfínskyldum lyfjum. Umræddur starfsmaður hefur látið af störfum vegna málsins og hefur málið verið tilkynnt til Landlæknisembættisins.

Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, þar sem málið kom upp, í samtali við Fréttablaðið í dag.

Að sögn Kjartans komst málið upp við reglulegt eftirlit í nýliðnum júlímánuði þegar misræmi kom í ljós. Starfsmaðurinn sem um ræðir var þá í sumarleyfi en viðurkenndi þjófnaðinn þegar hann sneri aftur til vinnu.

Ekki var um verulegt magn að ræða og segir Kjartan við Fréttablaðið að það líti út fyrir að um einangrað tilvik hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“