Fréttir

Réðst á stúlku fyrir utan skemmtistað – Upptaka náðist af atvikinu

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 22:00

Ráðist var á átján ára stúlku fyrir utan skemmtistað í Gants Hill í London á dögunum. Árásarmaðurinn, Liam Holmes að nafni, er sagður hafa rotað stúlkuna en atvikið náðist á upptöku sem hefur breiðst hratt út um veraldarvefinn og má myndbrotið sjá að neðan.


Sögur herma að Holmes hafi ráðist á stúlkuna ónefndu eftir að hún varði vinkonu sína og stóð upp í hárinu á honum. Holmes var í för með vinum sínum, sem sagðir eru hafa áreitt stúlkurnar ásamt fleiri á skemmtistaðnum. Stúlkan missti meðvitund í rúmar fimm mínútur að hennar sögn, en þetta kemur fram í fréttamiðlinum Daily Mail.

Í samtali við fréttamiðilinn segir stúlkan að Holmes hafi verið að áreita marga á skemmtistaðnum Faces og kallað ýmsar konur ógeðfelldum nöfnum. „Ég sagði honum að hann mætti ekki tala til neins með svona hætti og mætti sýna meiri herramennsku, en þá sprakk hann,“ segir hún og tekur fram að maðurinn hafi einnig ráðist á vinkonu sína. Þá rifjar hún upp tilfinninguna þegar hún rankaði við sér aftur. „Ég man bara eftir því að liggja á stéttinni, alblóðug.“

Holmes var handtekinn í kjölfar birtingu myndbandsins og fylgt á lögreglustöð í Essex af móður sinni í gær. Móðir hans, Cathy Holmes, tjáði sig um atvikið við miðilinn The Sun og sagði að ekkert geti afsakað gjörðir hans og framkomu af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“