fbpx
Fréttir

Féllu fyrir Íslandi áður en þau voru drepin við að gera það sem þau elskuðu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 09:04

Bandarískt par, Jay Austin og Lauren Geoghegan, var í hópi þeirra hjólreiðamanna sem hryðjuverkamenn á vegum ISIS drápu í árás í Tadsikistan um helgina.  Jay og Lauren voru 29 ára og höfðu á undanförnum misserum ferðast um heiminn á reiðhjóli. Þau sögðu upp vinnunni á sínum tíma til að láta þennan draum sinn rætast.

Fóru hringinn sumarið 2016

Árásin í Tadsikistan kostaði fjóra lífið, Svisslending og Hollending auk þeirra Jay og Lauren, en ekið var á hópinn þegar hann var að hjóla í Danghara-héraði sem er skammt norður af Dushanbe, höfuðborg landsins. Þrír til viðbótar særðust.

Jay og Lauren hjóluðu meðal annars hringinn í kringum Ísland sumarið 2016 eins og þau sögðu frá á ferðabloggsíðu sinni sem er tileinkuð ferðalögum þeirra um heiminn. Þar fóru þau nákvæmlega yfir ferðalag sitt um Ísland og gáfu lesendum sínum góð ráð um land og þjóð. Þau heimsóttu meðal annars Reykjavík, Selfoss, Egilsstaði, Húsavík, Borgarnes, Akureyri og Stykkishólm á ferðalagi sínu um landið sem tók einn mánuð.

Hrifust mjög af Íslandi

Jay og Austin töluðu fallega um land og þjóð og sögðu Ísland einstakt land. „Kílómetra fyrir kílómetra þá er Ísland mögulega einn fjölbreyttasti og fallegasti staður á jörðinni,“ sögðu þau og bættu við að landslagið væri einstakt. Það væri engin furða að Ísland væri vinsæll áfangastaður hjólreiðafólks.

„Landslagið breytist með hverjum kílómetra sem hjólaður er og það er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart. Það var enginn dagur leiðinlegur og engin leið of löng – hringvegurinn var mjög fallegur,“ sögðu þau og bættu við að það væri einstakt að upplifa svo langa daga yfir sumartímann. „Við nutum dagsbirtunnar tuttugu tíma á dag og gátum því hjólað á okkur eigin tímaáætlun.“


Þá sögðu þau, ólíkt mörgum, að það væri ekki svo dýrt að hjóla um Ísland. Flugið væri tiltölulega ódýrt og auðvelt væri að tjalda úti í óbyggðum. Með útsjónarsemi væri hægt að komast af með því að kaupa matvörur fyrir rúmar þúsund krónur á dag.

„Hið vonda er svo sannarlega til“

Áður en Jay og Lauren héldu til Tadsikistan höfðu þau farið um víðan völl. Á þessu ári höfðu þau til dæmis hjólað um Albaníu, Bosníu, Búlgaríu, Króatíu, Frakkland, Grikkland, Ítalíu, Kasakstan, Kósóvó, Kyrgistan, Makedóníu, Svartfjallaland, Slóveníu og Tyrkland. Ferðin um Ísland var þó ein sú lengsta en eftir að henni lauk ákváðu þau að hætta að vinna og byrja að ferðast um heiminn. Þau höfðu lagt fyrir sparifé og hugðust hjóla þar til peningurinn væri búinn.

Á ferðabloggi sínu lýstu þau því að á ferðalögum sínum hafi þau bæði séð góðar og slæmar hliðar mannfólksins. Margir væru rausnarlegir og almennilegur en þau hefðu líka lent í slæmu fólki. „Hið vonda er svo sannarlega til en það er sem betur fer sjaldgæft. Þegar allt kemur til alls er mannfólkið gott. Stundum dálítið sjálfmiðað og þröngsýnt en yfirleitt gott.“

Eins og að framan greinir hafa liðsmenn ISIS lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Eftir að bifreiðinni var ekið á hjólreiðamennina sjö stukku menn út úr henni vopnaðir hnífum og réðust á hjólreiðamennina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna
Fréttir
Í gær

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“
Fréttir
Í gær

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“
Fyrir 2 dögum

Íranar hafa styrkt stöðu sína í valdataflinu í Mið-Austurlöndum

Íranar hafa styrkt stöðu sína í valdataflinu í Mið-Austurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur minnist vinkonu sinnar sem tók eigið líf: „Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap“

Hildur minnist vinkonu sinnar sem tók eigið líf: „Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jökulsárlóni lokað vegna íshruns

Jökulsárlóni lokað vegna íshruns