fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Fréttir

Erlendur Þór upplifði kraftaverk í Taílandi – „Misstum eiginlega andlitið þegar drengirnir fundust heilir á húfi“ – Munkurinn sá þetta allt fyrir

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarnar tvær vikur hefur heimsbyggðin öll fylgst með örlögum drengjanna tólf sem festust í víðfemu hellakerfi í Taílandi ásamt þjálfara sínum. Hellirinn, Tham Luang Nang Non, er afar vinsæll ferðamannastaður í Chiang Rai-héraði Taílands en hann nær marga kílómetra niður í jörðu. Þangað héldu drengirnir, sem eru á aldrinum 11-16 ára, ásamt þjálfara sínum sem er 25 ára gamall, eftir fótboltaæfingu. Þeir lokuðust inn í hellinum og ekkert spurðist til þeirra fyrr en níu dögum síðar. Þá fundu breskir hermenn drengina veikburða en heila húfi. Umfangsmiklar björgunaraðgerðir hafa síðan staðið yfir. Fjórum drengjum hefur þegar verið bjargað en á næstu sólarhringum verður þess freistað að ná hinum átta og þjálfaranum út. Urðu afar hissa þegar spádómurinn gekk eftir

Sá fund drengjanna fyrir í draumi

Erlendur Þór Gunnarsson er þessa dagana staddur í fríi í Tælandi ásamt eiginkonu sinni og börnum. Málið vekur eðlilega mikla athygli ytra og fjölskyldan fer ekki varhluta af því. „Við höfum fylgst vel með þessu máli enda ekki annað hægt á þessum slóðum. Þetta er allsstaðar í fjölmiðlum og það er ekki rætt um neitt annað í þjóðfélaginu,“ segir Erlendur.

Þá hafi áhugi fjölskyldunnar á málinu orðið enn meiri eftir að búddatrúaður leiðsögumaður tjáði þeim nákvæmlega hvenær drengirnir myndu finnast og hver væri ástæðan fyrir þessum þrekraunum þeirra. „Í ljósi þess sem síðar varð þá var þetta eiginlega alveg ótrúleg reynsla. Við vorum stödd í bátsferð og þessi leiðsögumaður fer að rabba við okkur. Hann fór ítarlega yfir það með mér hvernig höfuðmunkur einn, sem búsettur er í Kambódíu, hafi séð þetta allt fyrir í draumi,“ segir Erlendur Þór. Hann segist hafa haft gaman að frásögn mannsins en var þó fullur efasemda enda hafði á þessum tímapunkti ekkert spurst til drengjanna í heila viku.

„Hann virtist ekkert vera stressaður yfir þessu máli. Hann sagði að munkurinn hefði séð að drengirnir væru á lífi og að þeir myndu finnast næsta mánudag. Við fylgdumst að sjálfsögðu vel með fréttum þann daginn og misstum eiginlega andlitið þegar drengirnir fundust heilir á húfi,“ segir Erlendur Þór.

Erlendur Þór Gunnarsson.

Andarnir áttu að hafa lokað hellinum

Hann fór því að rifja upp meira úr samtali sínu við leiðsögumanninn. „Að sögn munksins var hellirinn heilagur. Hann sagðist hafa séð að drengirnir hefðu vanhelgað hellinn og andana sem þar dvelja með því að taka upp helga muni og setja skó og annað lauslegt á helga staði. Andarnir hefðu brugðist við því með því að loka hellinum,“ segir Erlendur Þór.

Með þessa vitneskju að vopni hófu búddamunkar þegar að friða andana í hellinum með bænum og tilbeiðslu. „Það hafi gengið eftir og því hafi borist þau skilaboð frá öndunum að meðlimir hópsins myndu finnast á lífi þennan mánudag. Það var afar skrýtin en áhugaverð reynsla að sjá og heyra fullorðinn mann tala svona um einhverja yfirnáttúrulega hluti eins og ekkert væri eðlilegra. Hann var alveg 100% viss um að þetta myndi ganga eftir. Við vorum auðvitað mjög efins en maður vissi eiginlega ekki í hvorn fótinn maður átti að stíga þegar þetta gekk eftir,“ segir Erlendur Þór.

Hann segir að það hafi verið afar áberandi, á þeim slóðum sem fjölskyldan ferðast um, hvað væri að gerast þennan mánudag. „Það var mikil gleði og léttir hjá öllum sem við hittum. Við rákumst á einn eldri mann sem var auðvitað afar glaður yfir því að drengirnir væru fundnir á lífi en hann var ekki síður snortinn af því finna fyrir hlýju heimsbyggðarinnar og hversu margir væru tilbúnir að rétta hjálparhönd. Hann nefndi sérstaklega Bretland og Svíþjóð í því samhengi,“ segir Erlendur.

Hann segist hafa sagt gamla manninum frá hugmynd forseta Íslands um að drengirnir, ef þeim yrði bjargað í tæka tíð, myndu leiða liðin í úrslitaleik HM inn á völlinn. „Það gladdi þann gamla afar mikið,“ segir Erlendur Þór.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“
Fréttir
Í gær

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“