fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Fréttir

Harpa varar við mögulegum barnaníðingi við Kjötborg: „Ég er með 10 þúsund kall í bílnum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. júlí 2018 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan hóps Vesturbæinga á Facebook varar Harpa nokkur íbúa við manni sem henni grunar að hafi reynt að tæla unga stúlku í bíl sinn. Harpa segist hafa orðið vitni af þessu við verslunina Kjötborg, nálægt elliheimilinu Grund.

„Í gær gekk ég fram á mann sem var að tala við stúlku á hjóli. Hann snéri baki í mig og ég heyrði hann segja við hana: „Mikið rosalega er þetta flott hjól! Ég er með 10 þúsund kall í bílnum og er til í að kaupa það af þér.“ Stúlkan var mjög skrýtin á svipinn og sagði ekkert þannig að ég sagði við þau: „Þekkist þið?“,“ skrifar Harpa á laugardaginn.

Hún segir að maðurinn hafi tekið á rás við þessa spurningu. „Þá tók gaurinn til fótanna og hraðaði sér í burtu. Ég hugaði að stúlkunni og hún sagðist ekki þekkja manninn. Þetta átti sér stað fyrir utan Kjötborg sem er rétt við Grund. Maðurinn var sennilega rúmlega fimmtugur og ósköp venjulegur til fara. Þar sem ég er barnshafandi var ég ekki að elta hann en annars hefði ég örugglega gert það,“ lýsir Harpa.

Margir Vesturbæingar þakka Hörpu fyrir að vekja athygli á þessu og segja henni að hafa samband við lögregluna. Að kvöldi laugardags greinir Harpa frá því að lögregla hafi haft samband við hana: „Lögreglan er búin að hafa samband og ég gaf lýsingu á manninum. Ég er einnig búin að tala við strákana í Kjötborg. Þetta gerðist allt svo hratt og maður kann ekki alveg þetta drill enn það borgar sig að láta lögregluna vita sem 1st og vera með ferska lýsingu á viðkomandi. Einnig er þessi síða alveg frábær. Það er ekki nein myndavél þarna fyrir utan en myndavél inn í búðinni en það er ekkert víst að hann hafi farið þar inn. Hann var amk ekki með neinn poka á sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“
Fréttir
Í gær

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi
Fréttir
Í gær

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“