Fréttir

Fimmta drengnum bjargað úr hellinum

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 11:09

Búið er að bjarga fimmta drengnum úr hellunum á Taílandi. Þetta hefur CNN eftir sjónarvotti á vettvangi. Þá segir Reuters-fréttastofan frá því að drengurinn hafi komið út úr hellinum á sjúkrabörum.

Farið var með hann í flýti á sjúkrahús þar sem hann læknar munu meta ástand hans. Mikil fagnaðarlæti eiga að hafa brotist út fyrir utan hellinn þegar til drengsins sást. Drengirnir fóru inn í hellinn, ásamt þjálfa sínum þann 23. júní og hafa því verið fast í rúmlega tvær vikur. 

Eftir að drengjunum fjórum var bjargað í gær voru þeir settir í einangrun en þar munu þeir dvelja næstu daga vegna margvíslegra sjúkdóma sem þeir kunna að hafa nælt sér í. Reikna má fastlega með því að fimmti drengurinn fái sömu meðferð.

Fréttin verður uppfærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Tryggvi er miður sín: „Ég er heimilislaus í fyrsta skipti á ævinni“ – Upplifir sig sem einskis nýtan pappakassa

Tryggvi er miður sín: „Ég er heimilislaus í fyrsta skipti á ævinni“ – Upplifir sig sem einskis nýtan pappakassa
Fréttir
Í gær

Nánast ein tilkynning á dag um kynferðisbrot í höfuðborginni

Nánast ein tilkynning á dag um kynferðisbrot í höfuðborginni