fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Fréttir

Drengirnir fjórir settir í einangrun eftir dvölina í hellinum – Sjáðu hvað þeir vildu borða

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 9. júlí 2018 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunaraðgerðir standa nú yfir í Tælandi þar sem reynt verður að sækja síðustu átta drengina og fótboltaþjálfara þeirra út úr hellakerfi. Drengirnir hafa nú verið innilokaðir í hellunum í meira en hálfan mánuð. Kafarar björguðu fjórum strákum út í gær og dvelja þeir nú á sjúkrahúsi í Chiang Rai héraðinu þar sem hellirinn er.

Hlé var gert á björgunaraðgerðum í gær þegar búið var að koma strákunum þremur út. Kafararnir þurftu hvíld og einnig þurfti að fylla á súrefnisbirgðir í hellinum og á nokkrum stöðum á leiðinni.

Eftir að drengjunum fjórum var bjargað í gær var þeim komið undir læknishendur á sjúkrahúsi skammt frá. Þar munu þeir dvelja í einangrun næstu daga vegna margvíslegra sjúkdóma sem þeir kunna að hafa nælt sér í.

Narongsak Osotthanakorn, yfirmaður aðgerða á svæðinu, sagði drengina vera við góða heilsu í samtali við CNN. „Þeim verður haldið í einangrun næstu daga en þeir báðu strax um Phad Ka Pao sem er tælenskur réttur sem inniheldur nautakjöt, basil og chilli,“ sagði Osotthanakorn við CNN.

Í frétt CNN um málið kemur fram að yngsti meðlimur hópsins sem bjargað var, Chanin Viboonrungruang, hafi óskað sérstaklega eftir því að fá djúpsteiktan kjúkling frá KFC eftir að honum var bjargað. Eins og áður standa björgunaraðgerðir nú yfir og munum við fylgjast vel með gengi mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“
Fréttir
Í gær

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi
Fréttir
Í gær

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“