Fréttir

Geta Kínverjar bjargað íslenska sumrinu ?

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Sunnudaginn 8. júlí 2018 18:00

Kínverjar leggja ýmislegt á sig til þess að hafa áhrif á veðrið. Íslensk stjórnvöld gætu kannski lært eitthvað af því.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa mátt þola eitt versta sumar í manna minnum. Sólardagar hafa sjaldan verið færri hér og ef lýsa mætti andlegu ástandi íbúa með einu orði, þá væri það orðið „bugun“. Ef ástandið lagast ekki gætu Íslendingar mögulega leitað til Kínverja til að leysa vandann.

Veðurbreytingastofnunin í Peking er með 37.000 manns í vinnu og hefur um 7.000 fallbyssur og 4.700 eldflaugaskotpalla til afnota. Þá nýtur stofnunin einnig dyggrar aðstoðar kínverska flughersins til þess að reyna að stjórna veðurguðunum.

Ekki eru hefbundin skot notuð í fallbyssurnar, heldur eru skothylkin fyllt silfurjoði sem orsakar efnahvörf þegar það sameinast vantsgufunni í andrúmsloftinu og verður því til rigning. Þessi tækni var ekki fundin upp af Kínverjum heldur Bandaríkjamönnum árið 1946.

Veðurbreytingastofnunin í Kína sér til þess að flestir opinberir frídagar, eins og þjóðhátíðardagur Kína, séu skýjalausir. Þá er tilgangurinn einnig sá að hreinsa andrúmsloftið sem getur verið mjög slæmt í stærstu borgum Kína vegna gífurlegrar loftmengunar. Hlutverk Veðurbreytingastofnunar er ekki bara að sjá til þess að íbúar Kína fái að njóta heiðskýrra sumardaga heldur stunda þeir umdeildar aðgerðir við landamæri Kína.

Þeim aðgerðum hafa nágrannaríki mótmælt og hafa deilur skapast vegna þeirra. Eru Kínverjar sakaðir um að reyna halda öllu því vatni sem skýin bera með sér innan landamæra Kína og skjóta því niður skýin áður en þau ná að fara yfir landamærin til nágrannaríkjanna.

Veðurbreytingastofnunin er þó ekki óbrigðul. Árið 2009, vegna mistaka við framleiðslu á silfur joðinu, skapaðist snjóstormur rétt fyrir utan höfuðborgina Pekingn sem olli umferðartöfum og slysum á tólf hraðbrautum. Það væri því mögulega hugmynd að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, myndi hafa samband við kínversk stjórnvöld til að reyna bjarga íslenska sumrinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elísabet Ronalds skilar fálkaorðunni – „Nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri“

Elísabet Ronalds skilar fálkaorðunni – „Nauðsyn að taka skýra afstöðu gegn kynþáttahatri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

15 ára starfi Hróksins á Grænlandi fagnað á laugardag – Allir velkomnir

15 ára starfi Hróksins á Grænlandi fagnað á laugardag – Allir velkomnir
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Barnaníðingur á Norðurlandi gaf sig fram og viðurkenndi hrottalegt brot – Fær skilorðsbundinn dóm

Barnaníðingur á Norðurlandi gaf sig fram og viðurkenndi hrottalegt brot – Fær skilorðsbundinn dóm
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sérsveitin aftengdi sprengju í Mosfellsbæ: Sjáðu myndirnar

Sérsveitin aftengdi sprengju í Mosfellsbæ: Sjáðu myndirnar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Eftirför lögreglu í Grafarvogi – Grunaður um að aka of hratt, dópaður og réttindalaus

Eftirför lögreglu í Grafarvogi – Grunaður um að aka of hratt, dópaður og réttindalaus