Fréttir

Transkona krýnd fegurðardrottning Spánar

Auður Ösp
Laugardaginn 7. júlí 2018 18:00

Hin 25 ára gamla Angela Ponce braut blað í sögu Spánar síðastliðinn föstudag þegar hún fór með sigur af býtum í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Spain.

Ljósmynd/Instagram
Ljósmynd/Instagram

Angela er fyrsta transmanneskjan sem vinnur þennan eftirsóknaverða titil og mun hún í kjölfarið keppa fyrir hönd Spánar í keppninni um Ungfrú Alheim (Miss Universe) síðar á árinu.

Hún mun einnig verða fyrsta transkonan sem tekur þátt í þeirri keppni en transkonum hefur verið heimil þáttaka í Miss Universe frá árinu 2012.

Angela kveðst hafa vitað frá þriggja ára aldri að hún væri í röngum líkama en hún lauk kynleiðréttingarferli árið 2014.  „Mitt markmið er að vera talsmanneskja fyrir samfélag sameiningar, virðingar og fjölbreytileika, ekki aðeins fyrir samfélag samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans fólks, heldur fyrir allan heiminn,“ ritar hin nýkrýnda fegurðardrottning í færslu á Instagram síðu sinni eftir að úrslitin voru gerð kunn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“