Fréttir

Ottó hneykslaður vegna íslenska neftóbaksins – „Þetta er ekki í lagi“ | Myndband

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 19:45

„Það er einhver búinn að fara í dolluna og taka úr henni,“ segir Ottó Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður og leikari, í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni á dögunum.

Í myndbandinu segir hann íslenska ríkinu til syndanna vegna íslenska neftóbaksins og gagnrýnir það harðlega að enga innihaldslýsingu sé að finna á umbúðunum. Þá gagnrýnir hann það að ekkert innsigli sé á neftóbaksdósunum.

Í byrjun myndbandsins segir Ottó að hann, eins og margir aðrir Íslendingar, glími við tóbaksfíkn. Hann notar munntóbak í vör og bendir á að engar upplýsingar um vöruna sé að finna á sjálfri dollunni.

„Það er ekkert sem segir mér hvað það er sem ég er að setja í vörina á mér, magn af nikótíni eða bara innihaldslýsingar yfir höfuð. Ríkið er að selja þetta og framleiða. Af hverju nær ekki innhaldslýsingareglan yfir þetta líka,“ spyr Ottó áður en hann snýr sér að innsiglinu.

„Svo er annað. Þetta er selt án innsiglis. Það er lok á dollunni og það er í rauninni ekkert innsigli sem rofnar eins og er á mjólk og bara öllum öðrum vörum sem maður kaupir. Þannig að í rauninni er ég að kaupa núna tóbak af ríkinu, íslenska ríkinu sem það framleiðir sjálft, með engum innihaldslýsingum og engu innsigli,“ segir Ottó sem segist ítrekað hafa lent í því að misjafnlega mikið er í dollunum.

„Það er mjög lítið í dollunni sem ég keypti til dæmis núna síðast. Hvað segir það mér? Það er einhver búinn að fara í dolluna og taka úr henni. Þetta er ekki í lagi,“ segir Ottó sem endar myndbandið á þeim orðum að líklega væri skynsamlegast að hætta að nota tóbak.

Fyrr á þessu ári, 8. mars nánar tiltekið, greindi Fréttablaðið frá því að ÁTVR ætlaði að bregðast við tilkynningum frá kaupendum um frávik á innihaldi dósanna með því að setja á þær innsigli. Þetta var gert vegna tilfella um að búið væri að taka tóbak úr dollunum áður en þær rata í hendur borgandi viðskiptavina verslana. Þar sem ekkert innsigli er á dósunum er það hægur vandi. Nú, tæpum fimm mánuðum eftir að fréttin leit dagsins ljós, bólar ekkert á innsiglum og eru dósirnar seldar án þeirra eins og tíðkast hefur undanfarna áratugi.

Greindi Fréttablaðið frá því að í einu tilfelli hafi verið búið að setja malað kaffi í staðinn fyrir tóbak til að það liti út eins og dósin væri full.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“