fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Íslendingum sem nota Netflix fjölgar – 90 prósent ungs fólks með aðgang á sínu heimili

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim Íslendingum sem hafa aðgang að Netflix fjölgar sífellt og hafa nú 67 prósent þeirra aðgang að Netflix á sínu heimili. Þetta er um átta prósentustiga aukning frá árinu 2017.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR um aðgengi að streymisveitunni.

Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 22. maí 2018 og var heildarfjöldi svarenda 929 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Svarendur á aldrinum 18-29 ára, eða 90 prósent, voru líklegastir til að segjast hafa aðgang að Netflix á sínu heimili. Aðgengi að Netflix fór minnkandi með auknum aldri, að því er segir í tilkynningu MMR.

Þá voru íúar höfuðborgarsvæðisins, 70 prósent, líklegri en svarendur á landsbyggðinni (62%) til að hafa aðgang að Netflix.

Stuðningsfólk Pírata (74%) og Viðreisnar (75%) var líklegast til að segja aðgengi að Netflix vera til staða á sínu heimili. Þá var stuðningsfólk Framsóknarflokksins (54%) líklegast allra til að segjast ekki hafa aðgengi að streymisveitunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”