fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Lítið af geitungum í Reykjavík í ár: „Þetta er bara ónýt vertíð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. júlí 2018 08:42

Ólafur Sigurðsson meindýraeyðir segir að útlit sé fyrir að geitungar og býflugur verði minna áberandi í sumar en mörg undanfarin sumur. Þetta á sérstaklega við um suðvesturhorn landsins þar sem rigning og tiltölulega lágar hitatölur hafa verið einkennandi.

Ólafur segir í Morgunblaðinu í dag að fólk muni eftir sem áður rekast á geitunga hér og þar, til dæmis þegar farið er í að sinna garðverkunum. Þeir verði og hafi ekki verið áberandi í sumar.

„Þetta er bara ónýt vertíð. Þegar náttúran er svona þá er fólk rólegt í tíðinni og sumarið rólegt hjá okkur. Við erum aðallega að sinna því sama og á veturna, eitrum fyrir silfurskottur og bjöllur heima hjá fólki og annað slíkt,“ segir Ólafur.

Þá er rætt við Guðmund Halldórsson skordýrafræðing sem segir að í tíðarfari líkt og verið hefur á suðvesturhorni landsins í sumar sé staðreyndin sú að býflugur og geitungar fjölga sér minna en þegar hlýtt er í veðri. Ekki séu miklar líkur á að geitungar og býflugur séu að drepast vegna veðurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Í gær

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki
Fréttir
Í gær

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun