fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Glæpagengi vill Skugga feigan: Milljónir lagðar til höfuðs honum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. júlí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fíkniefnaleitarhundurinn Sombra, eða Skuggi, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Skuggi er einn afkastamesti fíkniefnaleitarhundur Kólumbíu og hefur hann átt sinn þátt í um 250 handtökum á undanförnum árum.

Á dögunum átti hann stóran þátt í því að lögregla lagði hald á tíu tonn af kókaíni sem voru í eigu glæpagengis í Kólumbíu. Umrætt glæpagengi, Urabenos, brást við með því að leggja talsverða fjárhæð til höfuðs Skugga, upphæð sem nemur rúmum sjö milljónum íslenskra króna. Það er því til mikils að vinna fyrir þann sem Skugga fyrir kattarnef.

Í frétt Telegraph kemur fram að lögregla hafi brugðist við þessum hótunum með því að flytja Skugga í öruggara umhverfi á El Dorado-alþjóðaflugvöllinn í Bogota. Þá hafa lögregluþjónar fengið það hlutverk eitt að gæta öryggis hans.

Skuggi er sex ára og af tegundinni German shepherd. Hann hefur verið í liði lögreglunnar síðan hann var hvolpur og er hetja í augum margra Kólumbíumanna. Árangur hans talar sínu máli og er hann stundum sagður vera martröð þeirra sem sjá um að smygla fíkniefnum úr landi.

„Það hversu mikið þeir leggja til höfuðs Skugga sýnir þau áhrif sem hann hefur haft á tekjuafkomu samtakanna,“ segir ónafngreindur lögreglumaður í samtali við Telegraph.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna