fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

64 árum síðar fékk hann staðfest hvað varð um bróður hans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. júlí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1954 varði Roger Le Masne mörgum vikum í að leita að eldri bróður sínum, Henri Le Masne, sem hvarf sporlaust eftir að hafa skellt sér á skíði í ítölsku Ölpunum.

Þótt ótrúlegt megi virðast var það fyrst núna á dögunum sem Roger fékk fréttir af örlögum bróður síns. Árið 2005 gengu göngumenn fram á lík og kennslanefnd hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þarna sé kominn fram Henri Le Masne sem hvarf fyrir 64 árum.

Líkamsleifarnar fundust á Matterhorn en talið er að hann hafi villst í miklu óveðri þetta örlagaríka ár. Henri var starfsmaður í franska fjármálaráðuneytinu en daginn sem hann hvarf varð hann 35 ára.

Það var fyrr á þessu ári að lögregla sagði frá líkfundinum á samfélagsmiðlum í þeirri von að bera kennsl á líkið. Í kjölfarið höfðu aðstandendur Henri samband og nú hefur DNA-rannsókn skorið úr um hver það var sem fannst.

Roger, sem í dag er 94 ára, segir ánægður að hann hafi loks fengið staðfestar fréttir af örlögum bróður síns og að lík hans hafi fundist. Roger segir að nú verði farið í að skipuleggja útför en Henri hefði orðið hundrað ára á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi