fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

15. júní 1996 – Dagurinn sem breytti Manchester að eilífu

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 29. júlí 2018 12:00

Miðborg Manchester var að mestu leyti mannlaus þegar sprengjan sprakk.
  1. júní 1996 er dagur sem mun aldrei líða íbúum Manchester á Englandi úr minni og aldrei gleymast. Þennan dag sprengdi Írski lýðveldisherinn, IRA, stærstu sprengju sem hann hafði sprengt á meginlandi Bretlandseyja. Á þessum tíma var barátta IRA við bresk stjórnvöld í fullum gangi og sprengjutilræði hryðjuverkasamtakanna voru algeng, bæði á Norður-Írlandi og á meginlandi Bretlandseyja.

Sprengjan var gríðarlega öflug. Mörg hundruð manns særðust og allar byggingar í 800 metra radíus skemmdust eða eyðilögðust. Óhætt er að segja að sprengjan hafi hitt Manchester í hjartastað og breytt sögu borgarinnar að eilífu. Þennan dag voru sérsveitir lögreglunnar í Lundúnum í viðbragðsstöðu því óttast var að IRA myndi ráðast á skrúðgöngu sem Elísabet II drottning ætlaði að vera viðstödd. Nokkrum mánuðum áður hafði IRA sprengt flutningabíl í Canary Wharf og þar með bundið endi á 17 mánaða vopnahlé. Tveir létust í þeirri sprengingu.

Lögreglan í Manchester var rólegri en starfsbræðurnir í Lundúnum þennan dag en helstu áhyggjurnar sneru að vandræðum með fótboltabullur þar sem von var á mörg þúsund knattspyrnuáhugamönnum í miðborgina síðdegis, en England og Skotland áttu að mætast á EM þetta kvöld og EM fór einmitt fram í Englandi þetta árið. Fjöldi sjónvarpsmanna var í borginni vegna leiks Rússlands og Þýskalands á Old Trafford en hann átti að fara fram næsta dag. Þá voru margir í miðbænum í verslunarhugleiðingum.

Hvíti bíllinn sem enginn tók eftir

Um klukkan 9.20 var fólk þegar tekið að streyma út á götur miðborgarinnar. Enginn veitti tveimur mönnum, í anorökkum og með hettur og sólgleraugu neina sérstaka athygli. Þeir höfðu komið akandi í þunghlöðnum Ford Cargo-sendibíl og lagt honum fyrir utan verslun Marks og Spencer á horni Cannon Street og Corporation Street. Bílnum var lagt á tvöfaldri gulri línu og neyðarljós hans blikkuðu.

Í honum voru 1,5 tonn af heimagerðu sprengiefni. Þrisvar sinnum meira en var notað á Canary Wharf nokkrum mánuðum áður. Mennirnir gengu á brott, hringdu í leiðtoga IRA á Írlandi til að segja þeim að verkinu væri lokið. Þeir óku síðan á brott í Ford Granada-fólksbíl sem fannst síðar í Preston. Þremur mínútum eftir að mennirnir yfirgáfu bílinn setti stöðumælavörður sekt á hann.

Um klukkan 9.38 hringdi maður, sem talaði með írskum hreim, í Granada sjónvarpsstöðina, Sky News, Salford-háskóla, North Manchester General-sjúkrahúsið og Garda-lögregluna á Írlandi og sagði að sprengja myndi springa eftir klukkustund. Hann gaf upp staðsetningu og lykilorð sem sérsveit lögreglunnar þekkti til.

Lögreglumenn á lögreglustöðinni við Bootle Street sáu sér til hryllings í eftirlitsmyndavélum að fjöldi fólks var nærri hvíta sendibílnum. Nú hófst ein ótrúlegasta rýmingaraðgerð enskrar sögu. Það þurfti að koma 80.000 manns á brott úr miðborginni á örskömmum tíma. Fólk tók aðgerðum lögreglunnar illa, var orðið vant sprengjuhótunum og taldi sig hafa ýmsu öðru að sinna en svona vitleysu. Verkefnið var risastórt og nær óyfirstíganlegt en það var lán í óláni að fjöldi lögreglumanna var á aukavakt vegna EM. Á endanum fór fólk að taka við sér og mjaka sér úr miðborginni enda breiddist orðrómur hratt út um að nú væri alvara á ferðum. Rýmingarsvæðið stækkaði sífellt og náði á endanum um 400 metra frá bílnum en þá voru ekki nægilega margir lögreglumenn tiltækir til að stækka rýmingarsvæðið.

Klukkan 11.10 var miðborgin mannlaus að mestu. Einn eða tveir voru innan rýmingarsvæðisins, fólk sem hafði af einhverjum orsökum ekki fengið að vita að rýma þyrfti svæðið. Tvær konur sem unnu í Arndale björguðust á ótrúlegan hátt. Þær ætluðu í göngutúr en þurftu að snúa við þegar þær voru komnar út því þær höfðu gleymt töskunum sínum. Tveimur mínútum áður en sprengjan sprakk stóðu þær á brú beint fyrir ofan sprengjuna, það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef þær hefðu ekki snúið við.

Um klukkan 11 voru sprengjusérfræðingar hersins, sem höfðu komið í hendingskasti frá Liverpool, að búa sig undir að sprengja sprengjunar úr um 200 metra fjarlægð. Fyrst átti að vélmenni að sprengja gat á sendibílinn og síðan átti að að sprengja aftur og gera sprengjuna óvirka.

Klukkan 11.16 sprengdi vélmennið gat á bílinn. Klukkan 11.17 var tíminn á þrotum og sprengjan sprakk eins og IRA hafði ætlað. Hvellurinn heyrðist í 20 kílómetra fjarlægð. Aflið var svo mikið að þrýstingurinn beygði einnig við 90 gráðu horn og kastaði fólki til jarðar. Næstum allar rúður í 800 metra fjarlægð brotnuðu og 15 metra gígur myndaðist þar sem bíllinn hafði staðið. Glerbrotum rigndi niður, fíngert ryk lagðist yfir allt og brakið var ólýsanlegt. Óhugnanleg þögn fylgdi í kjölfarið, síðan byrjaði hvert einasta þjófavarnar- og viðvörunarkerfi í borginni að hringja.

Símalínur lögreglu og slökkviliðs voru rauðglóandi. Innan nokkurra mínútna var búið að taka við 70 slösuðum á Manchester Royal Infirmary. Næstu klukkustundir staulaðist ringlað fólk frá miðborginni til að reyna að finna far heim. Rúmlega 200 manns slösuðust í sprengingunni en hversu ótrúlegt sem það kann að virðast og er ævarandi vitnisburður um frábæra lögregluaðgerð er að enginn lét lífið í þessari gríðarlegu sprengingu sem jafnaði miðborgina við jörðu. Þriðjungur verslunarrýmis í miðborginni eyðilagðist og nú hófust aðgerðir yfirvalda við að koma hlutunum í lag á nýjan leik og tryggja lífsviðurværi þeirra sem höfðu átt og starfað í verslunum í miðborginni. Fram undan var mikið uppbyggingarstarf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skaðaminnkun skilar sér til baka – Róa fyrir Frú Ragnheiði á föstudaginn

Skaðaminnkun skilar sér til baka – Róa fyrir Frú Ragnheiði á föstudaginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Reykjavíkurborg leigir þetta tóma niðurnídda hús á 1,3 milljónir af aðilum sem tengdust GAMMA – Sjáðu myndirnar – „Þetta var neyðarúrræði“

Reykjavíkurborg leigir þetta tóma niðurnídda hús á 1,3 milljónir af aðilum sem tengdust GAMMA – Sjáðu myndirnar – „Þetta var neyðarúrræði“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega
Fréttir
Í gær

Dæmdur til meðferðar á geðdeild

Dæmdur til meðferðar á geðdeild
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum
Fyrir 2 dögum

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic