fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Þjóðþekktir Íslendingar drýgja tekjurnar á Airbnb

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 22:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir þekktir Íslendingar drýgja tekjurnar með því að leigja út íbúðir sínar í gegnum Airbnb. Þessar upplýsingar má nálgast á heimasíðu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Áður hefur verið greint frá því að þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, stæðu í slíkri útleigu. Að auki er eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra skráð fyrir íbúð sem er nýtt með þessum hætti.

En það eru fleiri þjóðþekktir Íslendingar sem drýgja tekjurnar með því að leigja út íbúðir sínar. Í þeim hópi eru landsliðsmennirnir Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason, prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson, virkjunarsinninn Kristinn H. Gunnarsson, fjárfestirinn Hjálmar Gíslason, uppistandarinn og lögfræðingurinn Bergur Ebbi Benediktsson og tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, svo einhverjir séu nefndir. Þessir einstaklingar hafa allir sótt um leyfi fyrir heimagistingu hjá Sýslumanni.

Það gildir ekki um alla þekkta Íslendinga en til dæmis má nefna að söngdívan Hera Björk Þórhallsdóttir er afar virk á síðunni án þess að hafa sótt um leyfi yfirvalda.

Fjárfestirinn Hjálmar Gíslason dvelur erlendis stóran hluta ársins og leigir út íbúð sína í Skipholti þegar svo ber undir.

 

Hera Björk leigir út fallega 80 fermetra íbúð í Nóatúni. Hún rukkar 257 Bandaríkjadali fyrir nóttina, sem er í hærri kantinum, en gestir lofsyngja þjónustulund hennar og gestrisni.
Landsliðskappinn Rúrik Gíslason leigir út fallega íbúð sína í Garðabæ á Airbnb.
Íbúð Rúriks, sem hann leigir út í Garðabæ, er í anda landsliðsmannsins, stílhrein og glæsileg. Nóttin kostar 164 Bandaríkjadali en Rúrik lætur fyrirtækið Heimaleigu sjá um starfsemina á meðan hann einbeitir sér að fótboltanum og samfélagsmiðlum.

 

Landsliðsframherjinn á íbúð í sama húsi og Rúrik Gíslason í Garðabæ. Félagarnir leigja báðir íbúðirnar út á Airbnb.

 

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor leigir út tvær eignir á Hringbraut í gegnum Airbnb. Eins og kunnugt er dvelur Hannes langdvölum í Brasilíu á hverju ári.

 

Hannes Hólmsteinn leigir út tvær eignir við Hringbraut. Fyrir þá stærri rukkar hann 145 Bandaríkjadali fyrir nóttina og 80 fyrir þá minni. Hannes fær frábæra dóma sem gestgjafi. Þægilegt sé að eiga samskipti við hann og sagt að hann leggi sig allan fram um að gera dvöl gesta sem ánægjulegasta. Þá kemur fram að maður að nafni Jóhann aðstoði Hannes við útleigu eignanna og þykir sá ágæti maður einkar liðlegur.

 

Svefnherbergi í íbúð sem Hannes Hólmsteinn leigir út.

 

Baldur og Felix ferðast víða um lönd og nota þá iðulega tækifærið og leigja út eign sína í Vesturbænum.

 

Íbúð Baldurs og Felix í Starhaga. Dóttir Baldurs, Álfrún Perla, sér um Airbnb-reikninginn og halda gestir ekki vatni yfir gestrisni hennar og liðlegheitum. Nóttin kostar 116 Bandaríkjadali og er pláss fyrir tvo gesti.

 

Kristinn H. Gunnarsson leigir út tvær eignir í sinni eigu, annars vegar í Hlíðahverfi Reykjavíkur og hins vegar í Bolungarvík.

 

Íbúð Kristins H. Gunnarssonar er í þessu fallega húsi í Hlíðahverfi. Nóttin kostar 98 Bandaríkjadali eða rúmleg 10 þúsund krónur. Kristinn fær afar góða dóma notenda fyrir liðlegheit og að svara öllum fyrirspurnum fljótt og vel.

 

Svefnherbergi í íbúð Kristins H. Gunnarssonar.

 

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson leigir út íbúð í miðbænum.

 

Uppistandarinn og lögfræðingurinn Bergur Ebbi Benediktsson leigir út kjallaraíbúð sína í miðbænum á Airbnb.

 

Borgarfulltrúinn fyrrverandi S. Björn Blöndal leigir út íbúð á besta stað við Laugaveg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt