fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Lífshættulega særður á Akranesi – Sérsveitin kölluð að heimahúsi

Auður Ösp
Mánudaginn 23. júlí 2018 12:35

Karlmaður særðist lífshættulega í hnífsstunguárás á Akranesi í nótt. Átökin áttu sér stað í heimahúsi og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Vísir greinir frá þessu.

Fram kemur að karlmaður hafi leitað á sjúkrahúsið á Akranesi á öðrum tímanum í nótt og verið með áverka eftir átök. Hann hafi hins vegar látið sig hverfa áður en læknir gat sinnt honum. Í kjölfarið var tilkynnt um að mikið blóðugur maður væri í heimahúsi skammt frá spítalanum.

Fram kemur að hinn særði hafi verið fluttur beint á slysadeild Landspítalans þar sem hann var talinn í lífshættu. Hann gekkst undir aðgerð og liggur nú á gjörgæsludeild en hann missti mikið blóð við árásina.

Í kjölfarið voru tveir  lögreglubílar sendir á vettvang og voru sérsveitarmenn þar á meðal. Árásarmaðurinn var í kjölfarið handtekinn en fram kemur að hann hafi ekki sýnt neinn mótþróa við handtökuna og var því ekki þörf á aðstoð sérsveitarinnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Í gær

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki
Fréttir
Í gær

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun