fbpx
Fréttir

Ógnaði fólki með hníf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 08:35

Upp úr klukkan tíu í gærkvöld var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi, grunaði um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Maðurinn er grunaður um líkamsárás og brot á vopnalögum. Hann var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Afskipti voru höfð af manni við Álftamýri á tíunda tímanum í gærkvöld vegna sölu og vörslu fíkniefna.

Á þriðja tímanum í nótt var bíll stöðvaður við Snorrabraut. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.

Um hálfjögur í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll þar sem hann var í átökum við dyraverði sem héldu honum. Maðurinn er sagður hafa verið að bera sig og var ekki viðræðu hæfur sökum ölvunar.  Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu  lögreglu.

Á níunda tímanum í gærkvöld stöðvaði lögreglan bíl á Hafnarfjarðarvegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og akstur án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Farþegi í bifreiðinni, ölvaður erlendur maður, hafði engin skilríki meðferðis og vildi aðspurður ekki gefa lögreglu persónuupplýsingar. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bíl Alexöndru stolið – Nokkrum tímum síðar var þjófurinn látinn – „Ég brast í grát“

Bíl Alexöndru stolið – Nokkrum tímum síðar var þjófurinn látinn – „Ég brast í grát“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðlaugur segir njósnað um sig: „Þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér“

Guðlaugur segir njósnað um sig: „Þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Braggabókhaldið: Ólafur skrifaði nautasnitsel á braggann

Braggabókhaldið: Ólafur skrifaði nautasnitsel á braggann
Fréttir
Í gær

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“
Fréttir
Í gær

Verktakar ósáttir við að Prime Tours fái áfram að aka fötluðum

Verktakar ósáttir við að Prime Tours fái áfram að aka fötluðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“