Fréttir

Prestur Laugarneskirkju yrkir níðvísur um Piu Kjærsgaard: „Andlega rotþró og siðferðilega svínastía“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. júlí 2018 10:05

Davíð Þór Jónsson

„Næsta plata er byrjuð að semja sig sjálf,“ skrifar Davíð Þór Jónsson, prestur í Lauganeskirkju, og birtir nýjan söngtexta eftir sig um forseta danska þingsins, Piu Kjærsgaard.

Textinn birtist í heild inn á vefsvæði pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar en Davíð Þór er virkur meðlimur í þeirri hljómsveit. Nýlega sendi hljómsveitin frá sér plötuna Útvarp Satan þar sem skotið er fast á útvarpsstöðina Útvarp Saga.

Textinn um danska þingforsetann ber heitið „Svínastía“ og er svohljóðandi:

 

Hún, sem vill alls ekkert gera gott

þeim sem gráta af neyð og harmi,

er mætt á þingpalla fín og flott

með fálkaorðu í barmi.

Því hátíð mikla halda á

og henni var boðið að gista.

Öllum er lokuð Almannagjá

nema útlenskum nýnasista.

 

Hvernig liði þér ef þú þyrftir að flýja

og þér yrði tekið í landinu nýa

eins og þú mætir öðrum, Pia?

Andlega rotþró

og siðferðilega svínastía.

 

Hún opnar munninn og andleysið streymir

eins og lækur að vori

um arfinn sem þjóðin okkar geymir

af arískum kjark og þori.

Það gengur á með grunnhyggnu masi

um gæði hins norræna kjöts

af þjóðernishyggju sem Hriflu-Jónasi

hefði þótt „too much“.

 

Hvernig liði þér …

 

Til baka komst hún heilu og höldnu,

sem er hneisa eins og allir sjá.

Í denn var hyski Dana böldnu

drekkt hér í næstu á.

Allt er á leiðinni niður og norður;

nasisminn lifnaður við

og á fasista hengum við fálkaorður.

Þeir fá hér skjól og grið.

 

Hvernig liði þér …

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“