fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

Sex kvik­myndir í pípunum um taílensku fót­boltadrengina

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 20. júlí 2018 15:00

Nú þegar aðeins er liðin rétt rúm vika frá því fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra var bjargað úr helli í norðurhluta Taílands er búið að tilkynna um sex kvikmyndir, þar á meðal eina heimildarmynd. Það er bandaríska blaðið Variety sem greinir frá þessu.

Vegna áhugans hefur taílenska ríkisstjórnin skipað nefnd til að fylgjast með gangi mála. „Fimm alþjóðleg fyrirtæki hafa óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að gera bíómynd og heimildarmynd um björgunaraðgerðirnar,“ segir menningarmálaráðherra Vira Rojpojchanarat.

Alþjóðasamfélagið fylgdist grant með gangi mála þegar drengjunum var bjargað úr hellinum hver af öðrum, í fylgd sérþjálfaðra kafara. Drengirnir dvöldu í hellinum í 17 daga en þeir komust allir heilir á húfi út.

Ein þeirra kvikmynda sem byrjað er að vinna að verður í leikstjórn hins taílenska-írska Tom Waller. Sú mynd mun að sögn Waller fjalla um sögur þeirra sem stóðu að björgunaraðgerðum á svæðinu og sýn drengjanna á atburðinn.

„Strákarnir höfðu ekki hugmynd um að heimsbyggðin væri að fylgjast með þeim. Þeir héldu reyndar að þegar þeir kæmust út þyrftu þeir að hjóla heim til sín,“ sagði Waller í samtali við Variety.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar
Fréttir
Í gær

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“