fbpx
Fréttir

Hallbjörn selur Kántrýbæ

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. júlí 2018 15:00

Fasteignasala Reykjavíkur er nú með í einkasölu Hólanesveg 11, Skagaströnd, sem er bjálkahús, fullbúið veitingahús sem er nærri 400 fermetrar á tveimur hæðum. Hluti hússins er frá 1945, en nýrri hlutinn frá 1998.

Fasteignin er eins og glöggir átta sig á hinn landsfrægi Kántrýbær, sem söngvarinn Hallbjörn Hjartarson hefur ávallt verið kenndur við. Þinglýstur eigandi eignarinnar er Villta vestrið ehf. sem er samkvæmt skráningu í hlutafélagaskrá að fullu í eigu Hallbjörns.

Frægðarsól Hallbjörns skein skærast á níunda áratug síðustu aldar. Þá var hann íslenski kúrekinn sem rak veitingahús og hróður hans barst um víða veröld, auk þess sem Kántrýhátíð á Skagaströnd sló í gegn.

Frægðarsólin gekk til viðar í febrúar 2015 þegar Hæstiréttur staðfesti þriggja ára dóm yfir Hallbirni fyrir grófa misnotkun á að minnsta kosti tveimur drengjum. Sökum aldurs, en hann er 83 ára á þessu ári, var Hallbjörn talinn of ellihrumur fyrir fangelsi og þurfti ekki að sitja af sér dóminn.

Kántrýbær er tákn um fyrri frægð og betri tíma og nú er kjörið fyrir einhvern nýjan að taka við rekstri hússins og byggja orðspor þess á staðnum sjálfum, en ekki gjörðum núverandi eiganda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenskir femínistar deila um hvort karlmenn séu rusl: „Auðvitað eru allir karlar samsekir“

Íslenskir femínistar deila um hvort karlmenn séu rusl: „Auðvitað eru allir karlar samsekir“
Fréttir
Í gær

Titringur vegna ummæla Þórarins: „Þetta er fáfræði að jarða manninn svona svakalega“

Titringur vegna ummæla Þórarins: „Þetta er fáfræði að jarða manninn svona svakalega“
Fréttir
Í gær

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“
Fréttir
Í gær

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigfús ætlar aldrei aftur að vinna fyrir Reykjavík: „Látið líta út eins og ég sé á einhvern hátt óheiðalegur

Sigfús ætlar aldrei aftur að vinna fyrir Reykjavík: „Látið líta út eins og ég sé á einhvern hátt óheiðalegur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björguðu bænir þjóðinni í kjölfar hrunsins? Ragnar segir svo vera – „Allt þetta hefur gengið eftir“

Björguðu bænir þjóðinni í kjölfar hrunsins? Ragnar segir svo vera – „Allt þetta hefur gengið eftir“