fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 20. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, íbúi á Akureyri, segir úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum í bænum algjört. Í færslu sem hún skrifar á Facebook segir hún frá raunum bróðir síns sem glímir við geðklofa. Hann hefur ítrekað verið sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í alvarlegum sjálfsmorðshugleiðingum. Jana segir í samtali við DV að hún hafi miklar áhyggjur af bróður sínum og þá gagnrýnir hún heilbrigðiskerfið harðlega.

Nú þegar klukkan er 22:07 á mánudagskvöldi hefur bróðir minn beðið á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri síðan klukkan 14:30 í dag. Hann er greindur með geðklofa og í þessum töluðu orðum með alvarlegar sjálfsvígshugsanir,“ svona hefst færsla Jönu sem fengið hefur verðskuldaða athygli.

Bróðir Jönu var lokum sendur heim með róandi lyf eftir að hafa beðið á slysadeildinni í rúma átta klukkutíma. „Ég er ótrúlega sár, svekkt og hrædd,“ skrifar Jana Salóme.

Í samtali við DV segir Jana ástandið á Akureyri vera slæmt. „Það er alls ekki við starfsfólk sjúkrahússins að sakast, enda gera þau allflest sitt allra besta. En þetta úrræðaleysi og að geðheilbrigðisþjónusta á Akureyri skuli ekki vera betri en þetta er náttúrulega ekki í lagi,“ segir hún.

Vegna úrræðaleysis í bænum hefur bróðir Jönu verið hvattur til að flytja suður. „Hann hefur fengið þau skilaboð fyrir sunnan, bæði frá geðsviði Landspítalans og Kleppi að það væri í raun betra fyrir hann að flytja lögheimilið sitt til Reykjavíkur til að fá viðeigandi þjónustu,“ segir Jana.

Jana þakkar félagasamtökum í bænum. „Bæði Grófin og Lautin á Akureyri, eru að vinna virkilega gott starf og ég veit ekki hvar bróðir minn væri án þeirra félagasamtaka. Ég veit að Lautin þarf til að mynda að berjast fyrir fjármagni frá ríkinu á hverju ári og ég vonast innilega til þess að hægt sé að tryggja öryggi Lautarinnar svo þau geti starfað áfram.“

Facebookfærsla Jönu í heild sinni

Nú þegar klukkan er 22:07 á mánudagskvöldi hefur bróðir minn beðið á slysadeild Sjúkrahúsins á Akureyri síðan klukkan 14:30 í dag. Hann er greindur með geðklofa og í þessum töluðu orðum með alvarlegar sjálfsvígshugsanir. Í gær fór hann upp á spítala með sjúkrabíl, hann var farinn að ofanda. Þá beið hann uppá slysadeild í rúmlega þrjá tíma og var sendur heim, allt fullt á geðdeildinni. Honum var sagt að hann kæmist inn á morgun. 

Ég var að fá skilaboð frá honum rétt í þessu, en það var verið að senda hann heim, aftur, með róandi lyf til að hann geti sofið. Ég er ótrúlega sár, svekkt og hrædd.

Þetta er ekki í fyrsta skipti og verður örugglega ekki það síðasta. Það þarf eitthvað mikið að breytast í samfélaginu okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu