Fréttir

Lögreglan handtók fólk í gleðigöngu

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 2. júlí 2018 18:44

Um 1000 manns komu saman við Taksim torg í Istanbul um helgina til að taka þátt í árlegri gleðigöngu. Þetta er í fimmtánda sinn sem gleðigangan er haldin í Istanbul. Skipuleggjundur göngunar fengu ekki leyfi fyrir göngunni þetta árið og var lögreglunni skipað að stöðva hana. Þegar gengið var af stað mætti fólkinu sem tók þátt í göngunni nokkuð stór hópur af lögreglumönnum sem skutu táragasi á hópinn ásamt því að skjóta gúmmíkúlum á hópinn. Lögreglan handtók ellefu manns og eru mannréttindarsamtök í Tyrklandi að vinna í því að leysa þau úr haldi.

Á sama tíma í Ankara hafa yfirvöld bannað sýningu á myndinni Pride, sem fjallar um réttindi samkynhneigðra. Gefa yfirvöld upp þá ástæðu að möguleg öryggishætta gæti skapast vegna frumsýningar myndarinnar.

Mannréttindi hafa átt undir högg að sækja í Tyrklandi eftir að misheppnað valdarán átti sér stað árið 2016 sem leiddi af sér að neyðarlög voru sett í landinu. Samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum hafa um 160.000 einstaklingar verið handteknir og eru 50.000 af þeim enþá í fangelsum landsins að bíða eftir réttarhöldum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“