fbpx
Fréttir

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 16:45

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir gagnrýni íslenskra þingmanna, þá sérstaklega Pírata á þátttöku hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í gær fáránlega. Þetta kemur fram í frétt á vef danska ríkisútvarpsins DR.

Pia sem hélt ræðu á hátíðarfundinum segir allt hafa gengið eins og í sögu þangað til hún opnaði fjölmiðla. „Mér fannst þetta frábær dagur, allt þar til ég las fjölmiðla í morgun,“ segir Pia í samtali við DR.

Eins og greint hefur verið frá þá sniðgengu Píratar hátíðarfundinn til að mótmæla þátttöku Piu. Þá mættu nokkrir þingmenn með barmmerki sem á stóð Nej, til racisme.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í gær að Píratar geta ekki veitt Piu lögmæti með nærveru sinni. „Ég sé það sem svo að hið lýðræðislega tilraunaverkefni mannsins standi á tímamótum og hinum megin standi fasisminn,” segir Þórhildur við RÚV.

Pia gefur lítið fyrir þessi mótmæli Pírata og hvetur Pírata til að þroskast. „Ég held að þeir ættu að læra að þroskast. Mér sýnist Píratar vera að glíma við unglingavandamál,“ bætti hún við. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenskir femínistar deila um hvort karlmenn séu rusl: „Auðvitað eru allir karlar samsekir“

Íslenskir femínistar deila um hvort karlmenn séu rusl: „Auðvitað eru allir karlar samsekir“
Fréttir
Í gær

Titringur vegna ummæla Þórarins: „Þetta er fáfræði að jarða manninn svona svakalega“

Titringur vegna ummæla Þórarins: „Þetta er fáfræði að jarða manninn svona svakalega“
Fréttir
Í gær

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“
Fréttir
Í gær

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þetta gerðist í þínu hverfi – Yfirlit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigfús ætlar aldrei aftur að vinna fyrir Reykjavík: „Látið líta út eins og ég sé á einhvern hátt óheiðalegur

Sigfús ætlar aldrei aftur að vinna fyrir Reykjavík: „Látið líta út eins og ég sé á einhvern hátt óheiðalegur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björguðu bænir þjóðinni í kjölfar hrunsins? Ragnar segir svo vera – „Allt þetta hefur gengið eftir“

Björguðu bænir þjóðinni í kjölfar hrunsins? Ragnar segir svo vera – „Allt þetta hefur gengið eftir“