fbpx
Fréttir

Pia ánægð með Íslandsferðina

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 10:19

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir það vera mikinn heiður að fá að taka þátt í hátíðarþingfundinum sem haldinn var á Þingvöllum í gær en aðkoma hennar að fundinum hefur verið umdeild. Það virðist ekki hafa slegið Kjærsgaard út af laginu en í færslu sem Pia skrifar á Facebook minnist hún ekkert á mótmælin.

Komu Piu hefur verið harð­lega mót­mælt vegna afstöðu hennar til innflytjenda. Til marks um það sniðgekk þingflokkur Pírata fundinn. Þá yfirgaf Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fundinn þegar Kjærsgaard hélt ræðu.

Í færslunni sem sjá má hér að neðan óskar hún Íslendingum til hamingju með hátíðina og talar fallega um náttúru landsins. Þá segist hún ánægð með að hafa fengið að hitta Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

Hér má sjá færslu Piu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af