fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Sjáðu glæsihús þingmannanna sem eru á Airbnb

Fókus
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 14:30

Þrír þingmenn eiga íbúðir sem eru á lista sýslumanns yfir skráða heimagistingu og leigja út íbúð sína á Airbnb. Það eru þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hvað varðar Guðlaug Þór þá er eiginkona hans, Ágústa Þóra Johnson, skráð fyrir íbúðinni.

Stundin greindi frá þessu í morgun. Á vef Airbnb má sjá umræddar íbúðir og óhætt er að segja að flestar þeirra eru ekkert slor. Hér fyrir neðan má sjá myndir innan úr íbúðunum sem gefa einstaka innsýn inn á heimili þingmanna.

Stjúpdóttir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, Anna Ýr, er merkt sem gestgjafi hússins að neðan en samkvæmt fasteignaskrá er heimilið í eigu Guðlaugs og Ágústu Þóru. Eignin er staðsett í Foldahverfinu í Grafarvogi og kostar nóttin 17 þúsund krónur.

 

Hjónin Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Inga Auðbjörg Straumfjörð bjóða upp á íbúð á vef Airbnb sem kölluð er vagga kattarunnandans. Íbúðin er staðsett í Túnunum í Reykjavík. Nóttin er á 13 þúsund krónur.

 

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er skráður fyrir neðangreindu húsi sem er að finna í Rauðagerði í 108 Reykjavík. Húsið er um 270 fermetrar og kostar nóttin 40 þúsund krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fáar beiðnir um fyrirtöku mála hjá Hæstarétti samþykktar

Fáar beiðnir um fyrirtöku mála hjá Hæstarétti samþykktar
Fréttir
Í gær

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla
Fyrir 2 dögum

Spurning vikunnar: Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljarð í lottó?

Spurning vikunnar: Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljarð í lottó?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Hjaltested er látinn

Þorsteinn Hjaltested er látinn