fbpx
Fréttir

Egill Einarsson tapaði máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 09:06

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger og DJ Muscleboy, tapaði málinu gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Dómurinn var kveðinn upp í morgun þar sem fram kemur að ríkið hefði ekki brotið gegn Agli, en hann höfðaði mál árið 2012 gegn Sunnu Ben Guðrúnardóttur eftir að hún sakaði hann um nauðgun á Facebook-síðu. Þetta var í kjölfar þess þegar Egill birtist á forsíðu tímaritsins Monitor á því sama ári.

Egill krafðist þá einnar milljónar króna í miskabætur en ummæli konunnar voru dæmd ómerk og allur málskostnaður látinn niður falla. Egill var ekki sáttur með niðurstöðuna og fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, sem dæmdi að brot Sunnu ekki nægilega mikið til þess að hún þyrfti að greiða Agli bætur. Þau þurfa bæði að greiða sinn eigin málskostnað í málinu.

Síðastliðinn nóvember vann Egill mál gegn íslenska ríkinu fyrir dómstólnum. Þá höfðaði Egill mál gegn Inga Kristjáni Sigumarssyni. Ingi Kristján hafði birt mynd af Agli á Instagram-síðu sinni og skrifað við hana: „Fuck you rapist bastard.“ Voru þessi ummæli sögð vera brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs.

Enn hefur ekki verið gefin út yfirlýsing frá lögfræðingi Egils.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólageitin er mætt fyrir framan IKEA

Jólageitin er mætt fyrir framan IKEA
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“