fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

Egill Einarsson tapaði máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 09:06

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger og DJ Muscleboy, tapaði málinu gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Dómurinn var kveðinn upp í morgun þar sem fram kemur að ríkið hefði ekki brotið gegn Agli, en hann höfðaði mál árið 2012 gegn Sunnu Ben Guðrúnardóttur eftir að hún sakaði hann um nauðgun á Facebook-síðu. Þetta var í kjölfar þess þegar Egill birtist á forsíðu tímaritsins Monitor á því sama ári.

Egill krafðist þá einnar milljónar króna í miskabætur en ummæli konunnar voru dæmd ómerk og allur málskostnaður látinn niður falla. Egill var ekki sáttur með niðurstöðuna og fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, sem dæmdi að brot Sunnu ekki nægilega mikið til þess að hún þyrfti að greiða Agli bætur. Þau þurfa bæði að greiða sinn eigin málskostnað í málinu.

Síðastliðinn nóvember vann Egill mál gegn íslenska ríkinu fyrir dómstólnum. Þá höfðaði Egill mál gegn Inga Kristjáni Sigumarssyni. Ingi Kristján hafði birt mynd af Agli á Instagram-síðu sinni og skrifað við hana: „Fuck you rapist bastard.“ Voru þessi ummæli sögð vera brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs.

Enn hefur ekki verið gefin út yfirlýsing frá lögfræðingi Egils.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar
Fréttir
Í gær

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“