fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Ók á vegg eftir tilraun til að leggja í stæði fyrir fatlaða

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 16. júlí 2018 10:37

Mynd/logreglan.is

Í síðustu viku slösuðust alls níu vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á á höfuðborgarsvæðinu.

Í byrjun síðustu viku var bifreið veitt eftirför um miðborgina beggja vegna Lækjargötu og síðan stöðvuð á Öldugötu eftir árekstur við tvær bifreiðar á leiðinni. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fernt var flutt á slysadeild.

Á miðvikudaginn var bíl svo ekið á húsvegg við Réttarháls eftir að ökumaðurinn hafði ætlað að leggja þar í stæði fatlaðra. Farþegi í bílnum var fluttur á slysadeild.

Lögreglan hvetur ökumenn til að fara varlega. „Sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það á ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Í gær

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki

Ágúst Ólafur sagði ósatt um tilkynningu sína – Sagði samstarfsfólki að hún væri í samráði við Báru Huld en svo var ekki
Fréttir
Í gær

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó

Hamd dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Hressó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun

Finnst þér að Ágúst Ólafur eigi að segja af sér þingmennsku? Segðu þína skoðun