fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fréttir

Katrín Tanja í auglýsingaherferð með Ariönu Grande – „Ég er stolt að því að vera kona með vöðva“

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 16. júlí 2018 21:30

Katrín Tanja Davíðsdóttir sem í tvígang hefur unnið titilinn hraustasta kona heims leikur stórt hlutverk í nýrri herferð bandaríska íþróttavöruframleiðandans Reebok. Meðal þeirra kvenna sem taka þátt í herferðinni eru Ariana GrandeGigi Hadid og Gal Gadot

Í auglýsingunni sem sjá má hér að neðan ræðir Katrín Tanja um það jafnrétti sem ríkir innan CrossFit-íþróttarinnar. Katrín bendir á þá staðreynd að í íþróttinni sem margir Íslendingar stunda ríki algjört jafnrétti. Hún segir konur gera sömu æfingar og karlar og fá sama verðlaunafé.

„Ég er stolt að því að vera kona með vöðva,“ segir Katrín og bætir við: „Við getum gert allt sem þeir geta.“

Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur tvisvar sinum sigrað heimsleikana í CrossFit en hún og endaði í fimmta sæti á leiknunum í ágúst á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af