fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Eplaárásir og einelti í Grafarholti – Fjölskyldan grýtt og rúður brotnar – „Gjörsamlega óþolandi læti og öskur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. júlí 2018 12:29

Afleiðingar eplaárásar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er orðið mjög þreytandi. Við höfum ekki gert upp við okkur hvort við leggjum fram kæru en við ætlum að minnsta kosti að heyra í lögreglunni. Kannski eru fleiri tilvik um samskonar skemmdarverk í hverfinu,“ segir Birgir Valgarðsson, íbúi í Grafarholti í samtali við DV.

Birgir og fjölskylda hans hafa orðið fyrir endurteknu ónæði af hópi unglingsdrengja undanfarnar vikur. „Þetta byrjaði sem dyraat í smá tíma en síðan byrjuðu þeir að henda eplum í húsið. Ein slík árás átti sér stað í gær, á meðan úrslitaleikur HM var í gangi, og þá brutu þeir rúðu í útidyrahurðinni,“ segir Birgir.

Hann og eiginkona hans fóru strax út til þess að taka eftir skemmdarvargana en þá tók ekki betra við. Drengirnir grýttu þá hjónin með eplum og hlupu síðan á brott. „Það er eitt að grýta húsið en þetta er of langt gengið,“ segir Birgir. Hann segir að drengirnir hafi verið þrír talsins og á aldrinum 13-15 ára.

Hann skrifaði um atvikið á Facebook-síðu íbúa í Grafarholti og fékk mikil viðbrögð. Fleiri íbúar hafa lent í ónæði á undanförnum vikum og á dögunum var epli kastað í rúðu í nærliggjandi leikskóla með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði.

Þá telja íbúar að drengirnir hafi brotið rúðu í leikskólanum á Maríuborg, og epli hafi þá einnig verið notað til verksins. Þá hafa þeir herjað á fleiri íbúðir og gert þar bjölluat. Þá segir einn óttasleginn íbúi:

„Þetta er einelti í hinni verstu mynd. […] Þið foreldrar sem eigið unglinga í hverfinu fylgist með börnum ykkar á kvöldin en börn hópast í kringum vatn stanganna í kringum Maríubaug gjörsamlega óþolandi læti og öskur í þessum börnum sem eru að reykja, drekka, dópa, kveikja elda, spreyja og krota allt hér. Hvernig geta krakkar komið heim til sýn á kvöldin angandi af reykinga og drykkju lykt án þess að foreldrar verði þess vör. Jú þá eru foreldrarnir í sama ástandi heima með sömu lykt á sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis